Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 101

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 101
ÞJÓÐIR OG TUNGUMÁL 91 allar tungur væru komnar af einni frumtungu, sem væri þá formóðir þeirra allra, og sú tunga hlaut þá að vera hebreskan, hið helga mál biblíunnar. Þetta var að minnsta kosti álit kristinna manna. En þegar málvísindin tóku að losna úr viðjum trúarbragðanna, fóru menn að hugsa sér, að fyrstu frumtungur mannanna hefðu verið fleiri en ein, sem hefðu svo síðar greinzt í undirflokka og einstök tungumál. Ýmsir málfræðingar seinni tíma hafa jafnvel haldið því fram, að tungur frummannsins hafi verið fjölmargar og hafi runnið saman í færri. Það má segja, að allar tungur nútímamannsins séu málfræðingum kunnar, í aðalatriðum að minnsta kosti. Menn hafa skipt þeim í all- marga flokka og undirflokka, en áður en lengra er haldið, er rétt að athuga merkingu orðanna þjócf og þjóðerni. Þjóð er hópur manna, sem tala sama tungumál og eiga sér sameiginlegan menningararf, sem alltaf er málinu bundinn meir eða minna. Þeir eru sama þjóðernis. Auk þess er mannkyninu skipt í kynflokka eftir ytri líkamseinkennum, en það á í sjálfu sér ekkert skylt við skiptingu eftir þjóðum að öðru leyti en því, að það fer oft saman. Forfeður okkar, þeir er festu byggð sína hér á landnámsöld og bjuggu hér á söguöld, voru íslendingar, hvort sem þeir voru ættaðir frá Noregi eða vestan um haf frá írlandi, jafnskjótt og þeir höfðu tekið upp tungu landsmanna og tileinkað sér menningu eða siði þeirra. í Bandaríkjunum teljast svertingjar til bandarísku þjóðar- innar, þótt þeir séu af allt öðrum kynflokki en hinir hvítu landar þeirra. Þeir eiga allir móðurmál sitt sameiginlegt með hvítum Bandaríkja- mönnum. Það kemur allvíða fram í íslenzkum fornbókmenntum, að menn lærðu erlendar tungur til þess að geta gert sig skiljanlega hjá þeirri þjóð, er tunguna talaði. Melkorka, dóttir Mýrkjartans írakonungs, sagði við Ólaf pá, son sinn, er hún kvaddi hann, þegar hann lagði í utanförina til að finna frændur sína á írlandi: .,Heiman hefi eg þig bú- ið, svo sem eg kann bezt, og kennt þér írsku. að mœla, svo að þig mun eigi skipta, hvar þig ber að írlandi." Latínukunnátta var prestum nauðsynleg, eftir að landið kristnaðist, og henni fylgdi lestrarkunnátta. í fyrstu voru ekki til nógu margir ís- lenzkir prestar vel menntir, heldur voru margir prestanna hér á landi útlendingar og hafa orðið að læra málið, ef þeir voru ekki norrænir menn. Auðvitað hefur þeim gengið misvel að læra íslenzku, eins og út-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.