Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 102

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 102
92 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR lendingum á okkar dögum, og skemmtileg er frásögnin í Lárentíus sögu biskups, þar sem segir frá því, þegar Lárentíus, síðar Hólabiskup, gerði vini sínum Jóni Flæmingja, er var klerkur Þrándheimsbiskups, dálítinn grikk sökum vankunnáttu hans í norrænni tungu. Jón þessi var flæmskur, eins og viðurnefnið bendir til, og „talaði allt á latínu, frans- isku eða flæmsku,“ eins og sagan segir. í Lárentíus sögu (11. kap.) segir: „Lárentio þótti mikil skemmtan, að hann (þ. e. Jón Flæmingi) brauzt við að tala norrænu, en komst þó lítt að.“ Síðan segir frá því, að Jón vill sækja um lausa prestsstöðu í staðnum og ráðfærir sig við vin sinn Lárentíus og segist ætla að tala á þessa leið við sóknarfólk sitt, þegar hann bjóði því að halda langaföstuna: „Nú er komin lentin, hvern mann kristinn komi til kirkju, geri sína skriftin, kasti burt konu sinni, maki enginn sukk, nonne sufficit, domine?“ (Er það ekki nóg, herra ?) Þá hló Lárentíus. Síðar segir, að Jón bað Lárentíus — á latínu — að kenna sér að heilsa upp á íslenzkan leikmann þar í staðnum á norræna tungu. Lár- entíus biskupsefni gat ekki stillt sig um smáhrekk og segir: „Heilsaðu honum svo: fagnaðarlaus, kompán.“ „Eg undirstend,“ sagði Jón, „að þetta mun vera fögur heilsan, því gaudiurn er fögnuður, en laus er lof.“ (Þessi tvö orð, gaudium og laus, eru latnesk, en klerkur gætti þess eigi, að -laus á íslenzku hefur allt aðra merkingu en latneska orðið laus, sem láknar hrós eða lof, en bæði orð- in, hið latneska og hið íslenzka, hafa verið borin fram eins á þessum tíma). Síðan gekk klerkur að íslendingnum, er hann vildi heilsa, „klappandi honum á hans herðar, og mælti: „Fagnaðarlaus, kompán.“ Hinn hvessti augun í móti og þótti heilsanin eigi vera svo fögur sem hinn ætlaði.“ II Indóevrópskar tungur, yfirlit Gizkað er á, að indóevrópsk mál séu töluð af um einum milljarði (1000 milljónum) manna, og þau eru aðalmál hins hvíta manns, er tekið hefur sér yfirráð yfir fólki af öðrum litarhætti. Þessi yfirráð valda því, að í fjölmörgum þeim löndum, sem hvítir menn hafa ráðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.