Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 97
í VÍN SÁ ÉG FRIÐINN
87
skoði landakortið. Og við höfum ekkert á móti því að stjórnarerindrek-
ar reki stjórnarerindi. En hér er um allt annað að ræða. Það er um
alveg ákveðin sannindi að ræða, víðfeðm og einföld sannindi, sem
ekki eru komin frá tæknisérfræðingum heldur frá fólkinu, sannindi,.
sem sjálft ástandið skapar í hugum þeirra, sem undir því stynja, sann-
indi, sem eru á vissan hátt einföld eins og málshættir.
„Vopnahlé?“ Uss, segja menn. Fyrst á að leysa fangaskiptamálið.
Ó nei. Það eruð þið, sem hafið rangt fyrir ykkur.
Fyrst á að hætta að berjast.
í þessu felst hugsun alþýðu manna: A meðan menn berjast, þá berj-
ast þeir, en ræðast ekki við. Ef þið viljið ræðast við, þá skuluð þið
fyrst hætta að berjast.
„Það hefur þegar verið gert, og hver varð árangurinn?“
Hvað um það, segja þjóðimar. Byrjið aftur.
Hinir fimm stóru tala allir um frið. Hvað um það! Króum þá af, að
þeir bindist heitum um að láta aldrei vopnin skera úr þeim vandamál-
um sem uppi eru.
Er það Briand-Kellog-sáttmáli?
Ég veit ekkert um það. En það er umfram allt hið fyrsta augljósa at-
riði, sem talandi er um síðan árið 1945, sem sé aðeins þetta: Ef þið
viljið frið, þá sannið það.
Segið þið að það hafi engin áhrif? Að Sameinuðu þjóðirnar taki
það ekki til greina? Það er vafalaust rétt. En það er ekki sök fólksins,
heldur Sameinuðu þjóðanna. Og gerum ráð fyrir að Ráðstjórnarríkin
og Kína lýstu yfir, að þau væru reiðubúin að skrifa undir sáttmála,
þar sem þau skuldbyndu sig til að fara með heri sína burt úr þeim
löndum, sem hersetin eru af þeim, o. s. frv. Haldið þið að þessi yfirlýs-
ing hefði engin áhrif? Gleymið því ekki að Ameríkumenn eru ej til
vill reiðubúnir að svara stríði með striði. En þeir eru ekki reiðubúnir
að svara friðaraðgerðum. Færu ráðstjórnarmenn með setulið sitt frá
Austur-Þýzkalandi, þá væri „svarið“ ekki tilbúið, bandamenn yrðu
hvumsa.
Barnaskapur, sagði ágætur ritstjóri eins hlutlauss blaðs við mig, en
blað hans er gefið út í 20 þúsund eintökum. Hvaða gagn get ég haft af
því, þó að tékkneskur skósmiður hitti einhvern póstmann frá Sikiley?
Það sem ég vil er að Schuman hitti Mólótoff. Það er alvara.