Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 112
EIÐUR BERGMANN:
Orðsending til ungs skálds
í síðasta hefti Tímarits Máls og menningar birtist grein undir heitinu:
„Til varnar skáldskapnum“, eftir ungt skáld, Sigfús Daðason.
Eftirfarandi línur eru skrifaðar í tilefni af henni.
Það er ástæða til að meta og þakka, þegar ungur listamaður tekur list-
grern sína upp á umræðugrundvelli. Slíkt er alltof fátítt, og þau svör og
skýringar, sem leikmaður oftast fær, þegar hann óskar að fræðast um
þessi mál frá fyrstu hendi, eru venjulega útí hött. Það má auðvitað segja
um sumt í umræddri grein, að það sé of óljóst og á vafasömum rökum
reist. Jafnvel mótsagnakennt. En hitt ber hiklaust að viðurkenna, að þar
er margt vel sagt og stenzt fyllilega gagnrýni.
En þessi orð áttu ekki fyrst og fremst að vera þakkarávarp, heldur
ofurlítil vörn fyrir lítilfjörlegt greinarkorn, sem birtist í Þjóðviljanum
fyrir hálfu öðru ári, og þær skoðanir, sem þar er haldið fram, en þær
telur S. D. nokkurs konar samnefnara, eða eins og hann kallar það,
þversummu afturhaldssömustu skoðana í listum.
Hann og aðrir verða að virða mér til vorkunnar, að ég hef ekki stað-
izt þau frýjunarorð, sem lesa má úr, að ég sé þekkingarsnauður fábjáni,
gegnsýrður sjúklegu menningarhatri og hræðslu við allar nýjar stefnur
— þræll vana, heimsku og hleypidóma. Satt er að vísu, að mér hefur
ekki auðnast að hljóta þá menntun, sem ég hefði þarfnazt og ligg að þvx
leyti vel við þessu höggi. Hinsvegar hefur mitt „sjúklega hatur“ ekki
beinzt að öðru meir en valdi vana og hleypidóma, gamalla og nýrra.
Því að það er ekki nóg að útrýma gömlum hleypidómum, ef aðrir nýir
koma í þeirra stað.
Mér finnst ég ekki geta skilið svo við mína persónulegu hlið á þessu
máli að geta þess ekki, að ég hef lagt töluvert á mig til að kynnast og