Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 85
JEAN-PAUL SARTRE:
í Vín sá ég friðinn
Margir voru þeir meðal okkar, er sendir höfðu verið af einhverjum
flokki, starfshóp eða samtökum. Þeir eiga skyldur að rækja við þá, sem
þá sendir.
Um mig er það að segja, að ég var ekki af neinum sendur, og þó
sýnist mér, að til sé fólk, sem mér, rithöfundinum, sé skylt að standa
skriftir, menn, sem eins og ég eru ekki í Friðarhreyfingunni, en álíta
eins og ég að allt verði að gera til að koma í veg fyrir styrjöld,
og fóru þó ekki á friðarþingið í Vín.
Til þeirra sný ég máli mínu miklu fremur en kunningja minna í
Friðarhreyfingunni, því að það eru þeir, sem ríður á að sannfæra.
Af hverju komu þeir ekki til Vínar?
Fældust þeir stefnu Friðarhreyfingarinnar? Þótti þeim Joliot-Curie
ekki gefa þeim næga tryggingu? Nei, jafnvel ekki það.
En útvarp og blöð höfðu vakið tortryggni þeirra. Mánuðum saman
lágu þeir undir áföllum. Tortryggnin síaðist inn í þá gegnum augu og
eyru hverja stund dagsins.
Og ég hugsaði: Ef þeir vissu, hvað ráðstefnan í Vín var, mundu þeir
ganga í lið með okkur, en þeir vita það ekki, og ef við segjum þeim
það ekki, fá þeir aldrei að vita það, því að blöðin hafa þá að leiksoppi.
Aðferðin er mjög einföld:
1) í hvert skipti, sem afturhaldsblað segir frá ályktun eða tillögu
Friðarhreyfingarinnar, lætur það orðið frið tákna stríð samkvæmt eft-
irfarandi rökleiðslu: Það er enginn annar friður til en sá friður, sem
Ameríkumenn viðhalda með yfirburðum kjarnorkuvopna sinna.
Allar uppástungur, sem hníga að því að draga úr vígbúnaðarkapp-