Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 117
UMSAGNIR UM BÆKUR 107 skáldgáfa hans lifnaði og frjóvgaðist er hann kom heim aftur, en gleðin yfir heim- komunni til landsins tendraðist í bjarta sól af sigurfögnuði þjóðarinnar, eins og kvæðið I Ulfdölum, ort 1944, er til vitnis um. Síðan hafa gengið yfir ísland átta ár, sólin risið yfir Amarvatnshæðum og Borg- arfirði hvert sumar, lindin stigið eins og áður úr djúpum landsins, ríkt í kyrrð sinni og speglað allt, og hið sama lindin í brjósti skáldsins. En þegar sögunni víkur til þjóðarinnar, sem sprottin er eins og skáldið úr þess- ari náttúru, hefur sköpum skipt þessi átta ár: nomir og ormar sitja að villibráð hjarta þíns kringum eld sem ástin kyndir, allt sem er hreint og fagurt bregður lit og hörfar inn í dyr þinnar djúpu sorgar; Að vera skáld er að skynja einingu allra hluta. Skáldið er samvitund náttúrunn- ar og lífsins með þjóðinni, alls lífs á jörðu. Hann sem á samhljóm við land sitt,. himin og jörð, finnur einnig hjartslátt þjóðarinnar og mannlífsins í brjósti sér. Hann er skáld vegna þess að hann skynjar einingu alls sem er; og má ekki sjá henni raskað. Einkenni nýju bókar Snorra, Á Gnitaheiði, er sorgin yfir örlögum íslands, hin djúpa sorg er setzt hefur þar að sem gleðin ríkti áður, vegna þess að þjóðin hefur að vörmum trúnaðareiðum séð landi sínu og frelsi kastað fyrir varga. Bókin er mynd af því hvemig þjóðinni brá er hún sá allt í einu sjálfa sig standa á opnu svæði undir gálga, mynd af vonsvikum hennar, áfallinni sekt og smán. Þjóðar- hjartað titrar hér í ótta og spurn: Ó til hvers var unnið, sótt í lífi og ljóði hinn langa veg gegn biturri neyð til vorlands sólgræns friðar og frjórrar gleði? Frammi er haust, uppskeran borin á glóð. ... Þeir fylgdu mér lutu mér sátu um mig sóru mér trúnað; svanfjaðrir orðs míns dundu, hvert hjarta hver steinn fjalls og hlíðar skalf við afl þess og unað; einn sat dumbur og mat líf mitt til gjalds. Annar dýpsti strengurinn í ljóðum Snorra er ástin til íslands er brennur að því skapi heitara í þessari bók sem hann veit þjóð sína beitta svikum og í hættu. Þar sem uppistaðan í Kvæðum var ást og fögnuður hljómar hér saman kvöl og ást, og veitir líkn. Einnig er sú breyting orðin að hér rís þjóðin fyrir miðju, ekki landið, en náttúran og mannkynið em í baksýn; og andrúmsloft náttúmnnar lykur um hvert kvæði eftir sem áður. f fyrri bókinni fór skáldið mjög einfömm í náttúrunni og kvæðin vom að fáum undanskildum, er bendu hingað fram, bundin persónu hans sjálfs. Hann var þar í leit að sjálfum sér. Hér er skáldið eitt með þjóðinni,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.