Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 82
72
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
vandræðanna sé að finna í heimilislífinu eða sambandi barnsins við
ÍQreldrana. Það hefur sýnt sig, að tilfinningaafstaða barnsins til for-
eldranna og heimilisins ræður oft mestu um það, hvort slíkur flutning-
ur kemur að tilætluðum notum. Ef foreldrum og börnum þykir mjög
vænt hvoru um annað, svo að þau vilji ekki skilja af þeim sökum, og
séu börnin örugg og óttalaus hjá foreldrunum, er það venjulega gagns-
laust að flytja barnið í nýtt umhverfi. Sé það samt óhjákvæmilegt, ætti
samband foreldra og barns að haldast eftir því sem við verður komið.
Allt öðru máli er að gegna um heimili, þar sem börn og uppalendur
hafa andúð hvort á öðru, eða barnið finnur til öryggisleysis á heimilinu.
Þótt andúðin sé ekki áberandi á yfirborðinu, getur hún verið dulin, og
er oftast auðvelt fyrir æfðan sálfræðing að finna einkenni hennar. — I
slíkum tilfellum ber það oftast góðan árangur að flytja börnin í nýtt um-
hverfi, og þá getur verið vafasamt að samband foreldra við börnin sé til
nokkurs góðs.
Við val fósturheimilis þarf margs að gæta. Fyrsta skilyrðið, sem það
þarf að uppfylla, er vitanlega það, að þar séu ekki svipaðir gallar og
þeir, sem voru á fyrra heimili barnsins, svo sem slæmt samkomulag hús-
ráðanda, önnur börn, sem líklegt er að veki afbrýðisemi aðkomubarns-
ins.
Rannsóknir hafa verið gerðar á því, hvernig fósturforeldrar afbrota-
barna þurfa að vera, svo að þeim heppnist vel uppeldisstarf sitt. Við
þær rannsóknir hefur komið í Ijós, að viðhorf fósturforeldra til barns-
ins og afbrota þess, skilningur þeirra á hegðun barnsins og samúð
þeirra með því eru mjög mikilvæg atriði. Mæti barnið tortryggni og
fyrirlitningu á hinu nýja heimili, eins og oft mun vera, þegar heimili
eru valin af handahófi sem uppeldisstofnanir, eru engar líkur til að
uppeldisstarfið beri nokkurn jákvæðan árangur. Skilyrði, sem fóstur-
fpreldrarnir þurfa alltaf að uppfylla eru, í fyrsta lagi skilningur á því,
að hegðunarvandkvæði barnsins eru óhjákvæmileg afleiðing rangra
uppeldishátta frekar en merki um spillt upplag. í öðru lagi þarf uppal-
andinn að hafa ósvikinn áhuga á því að hjálpa barninu til að ná sem
mestum þroska. í þriðja lagi þarf uppalandinn að geta sýnt barninu
vingjarnlegt uppörvandi viðmót en varast fyrirlitningarblandna með-
aumkun, og í fjórða lagi þarf hann að vera góður stjórnandi, fylgja
föstum meginreglum í uppeldinu og halda hæfilega ströngum aga.