Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 82

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 82
72 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vandræðanna sé að finna í heimilislífinu eða sambandi barnsins við ÍQreldrana. Það hefur sýnt sig, að tilfinningaafstaða barnsins til for- eldranna og heimilisins ræður oft mestu um það, hvort slíkur flutning- ur kemur að tilætluðum notum. Ef foreldrum og börnum þykir mjög vænt hvoru um annað, svo að þau vilji ekki skilja af þeim sökum, og séu börnin örugg og óttalaus hjá foreldrunum, er það venjulega gagns- laust að flytja barnið í nýtt umhverfi. Sé það samt óhjákvæmilegt, ætti samband foreldra og barns að haldast eftir því sem við verður komið. Allt öðru máli er að gegna um heimili, þar sem börn og uppalendur hafa andúð hvort á öðru, eða barnið finnur til öryggisleysis á heimilinu. Þótt andúðin sé ekki áberandi á yfirborðinu, getur hún verið dulin, og er oftast auðvelt fyrir æfðan sálfræðing að finna einkenni hennar. — I slíkum tilfellum ber það oftast góðan árangur að flytja börnin í nýtt um- hverfi, og þá getur verið vafasamt að samband foreldra við börnin sé til nokkurs góðs. Við val fósturheimilis þarf margs að gæta. Fyrsta skilyrðið, sem það þarf að uppfylla, er vitanlega það, að þar séu ekki svipaðir gallar og þeir, sem voru á fyrra heimili barnsins, svo sem slæmt samkomulag hús- ráðanda, önnur börn, sem líklegt er að veki afbrýðisemi aðkomubarns- ins. Rannsóknir hafa verið gerðar á því, hvernig fósturforeldrar afbrota- barna þurfa að vera, svo að þeim heppnist vel uppeldisstarf sitt. Við þær rannsóknir hefur komið í Ijós, að viðhorf fósturforeldra til barns- ins og afbrota þess, skilningur þeirra á hegðun barnsins og samúð þeirra með því eru mjög mikilvæg atriði. Mæti barnið tortryggni og fyrirlitningu á hinu nýja heimili, eins og oft mun vera, þegar heimili eru valin af handahófi sem uppeldisstofnanir, eru engar líkur til að uppeldisstarfið beri nokkurn jákvæðan árangur. Skilyrði, sem fóstur- fpreldrarnir þurfa alltaf að uppfylla eru, í fyrsta lagi skilningur á því, að hegðunarvandkvæði barnsins eru óhjákvæmileg afleiðing rangra uppeldishátta frekar en merki um spillt upplag. í öðru lagi þarf uppal- andinn að hafa ósvikinn áhuga á því að hjálpa barninu til að ná sem mestum þroska. í þriðja lagi þarf uppalandinn að geta sýnt barninu vingjarnlegt uppörvandi viðmót en varast fyrirlitningarblandna með- aumkun, og í fjórða lagi þarf hann að vera góður stjórnandi, fylgja föstum meginreglum í uppeldinu og halda hæfilega ströngum aga.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.