Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 22
12
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sósíalista, Félag ungra jafnaðarmanna, skólafélög mörg, bændafundi og
einstaka fjöldafundi, og er þó hvergi nærri upptalið.
Bak við samþykktirnar standa þúsundir, jafnvel tugþúsundir íslend-
inga. En eins hefur verið vant til þess að sá andi og kraftur, sem býr
að baki andmælanna, nyti sín til fulls. Það hefur vantað eðlilegan far-
veg, þar sem allar uppspretturnar féllu saman og mynduðu straum-
þunga og orku fljótsins. Sá farvegur er nú myndaður.
Við undirrituð höfum ákveðið að beita okkur fyrir því, að dagana
5—7. maí í vor verði haldin í Reykjavík þjóðarráðstefna, er hafi til
umræðu hvernig skuli vinna á hernaðarandanum, skapa þjóðareiningu
gegn erlendum her í landi og gegn stofnun innlends hers, en beita sér
fyrir uppsögn herverndarsamningsins undir kjörorðunum um friðlýs-
ingu íslands — friður við allar þjóðir.
Fyrrgreindum félögum og samtökum verður gefinn kostur á að til-
•nefna fulltrúa á þjóðarráðstefnuna. Ekkert skilyrði er sett um val eða
skoðanir fulltrúa að öðru leyti en því, að þeir hafi einlægan samstarfs-
vilja samkvæmt framanskráðu markmiði.
En höfuðverkefni ráðstefnunnar verður:
1) að skipuleggja samstarf allra þeirra landsmanna, sem hafa lýst
sig andvíga her í landi,
2) að blása lífi í allsherjar þj óðernisvakningu, sem hafi á stefnuskrá
sinni endurheimt réttinda úr höndum hersins og íslenzkra for-
svarsmanna hans,
-3) að ræða um eftirgreind atriði:
a) lagalegt gildi herverndarsamningsins,
b) þjóðhættulega afleiðing þess, að ísland gerðist aðili Atlants-
hafssáttmálans,
c) árekstra milli hermanna og íslendinga,
4) að gagnrýna alla þá, sem eru eða gerast kunna forsvarsmenn hers
á íslandi,
5) að kynna þjóðinni þá hættu, sem sjálfstæði íslands stafar af hern-
aðarlegum samningum, sem ísland gerist aðili að,
^6) að kynna þjóðinni réttleysi íslands til skaðabóta, ef andstæðingar
Bandaríkjanna sigra í styrjöld, sem háð kann að verða umhverfis
ísland eða í landinu,