Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 72
62
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
Hverjir eru að tala um að setja menn utangarðs við þjóðfélagið,
spurði Arni forviða, og hvað merkir það eiginlega.
Þeir segja þetta fyrir sunnan, í flokknum, þeir vilja láta setja alla
utangarðs við þjóðfélagið, sem ekki vilja gefa Finnum og taka afstöðu
móti Rússum. En ég veit bara ekki, hvernig þeir hugsa sér þetta í fram-
kvæmd. Um það tala þeir ekkert. En það var vegna þess, að ég vissi
ekki almennilega, hvernig ég átti að snúa mér í þessu, að mér fannst ég
varla geta haft mig í það að koma hingað með þér og dæla kúna.
Guði sé lof, að það var ekki annað að þér, sagði Árni. Ég sem var
sannfærður um að þú værir orðinn geggjaður og ég var beinlínis log-
andi hræddur við þig.
Já, ég hef víst ekki verið langt frá því að tapa mér, viðurkenndi Arn-
finnur og guð má vita, hvernig farið hefði fyrir mér, ef konan þín hefði
ekki bent mér á, að kýrin væri farin að hreyfa eyrun. Það voru eyrun á
kúnni, sem rifu mig upp úr þessari helvítis martröð.
Já, mikið hafa þeir hlunnfarið þig þarna fyrir sunnan með þessari
utangarðskenningu, sagði Nesbóndinn og sló á herðar granna síns.
Já, ég hef líklega tekið þetta allt heldur alvarlega, samsinnti Arnfinn-
ur, og okkar á milli sagt finnst mér nú, þegar öll þessi ósköp eru um
garð gengin, að það standi nær skapi mínu að lækna doðaveikar kýr
en glíma við þessa alþjóðapólitík.
En svo var eins og hann áttaði sig á því allt í einu að hann væri far-
inn að tala af sér. Hann flýtti sér að kveðja og labbaði af stað heim á
leið. Nesbóndinn horfði á eftir honum, þar sem hann labbaði inn götu-
slóðann, með hendur fyrir aftan bak, og hann þóttist skynja, hvernig
þegnskapurinn og ábyrgðartilfinningin lögðust yfir hann á ný, þung
og óumflýjanleg, eins og örlögin. En á undan honum tifaði tíkin Drífa,
ábyrgðarlaus, með hringaða rófuna móti tunglinu.