Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 42
32
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
anna milli bænda, og er það verk langt komið. Það hefur verið fram-
kvæmt eftir ströngum reglum, og hefur stjórnin lagt allt kapp á að
framkvæmdum yrði hagað nákvæmlega eins og til var ætlazt. Önnur
aðalframkvæmdin var á sviði vatnavirkjananna, og er flóðahættan nú
að mestu leyti úr sögunni, enda hafa 20 milj. bænda unnið að viðgerð
á flóðgörðunum. Miklar áveitur hafa verið gerðar, og enn standa yfir
stórkostlegar framkvæmdir á því sviði. Vegna skiptingar jarðanna hef-
ur matvælaframleiðslan aukizt mjög. Kaupmáttur bænda hefur því vax-
ið mjög og hefur iðnaður Kínverja þess vegna blómgazt á síðustu ár-
um. Snemma á árinu 1950 tókst að stöðva gengisfellinguna, og hefur
kínverskur gjaldmiðill staðið í stað síðan. Kjör launastéttanna hafa
því batnað mjög. Mesta áherzlu hefur þó stjórnin lagt á að efla stór-
iðnaðinn og ver til þess miklu fé, enda er Kóreustyrj öldin háð á bæjar-
dyraþröskuldi Kínaveldis. Er því engin furða, þótt Kínverjar leggi mik-
ið á sig til að auka hernaðarmátt ríkisins.
A sviði menntamála hefur mikið verið aðhafzt, og er ætlunin að gera
alla þjóðina læsa og skrifandi á fáum árum. Nú í vetur ganga 49 milj.
barna í skóla, og á öllum sviðum er gert það sem unnt er til að koma
upp góðu skólakerfi, en auðvitað á það langt í land að Kínverjar verði
sambærilegir við íbúa Vestur-Evrópu í þeim efnum.
Kínverska stj órnin virðist hafa komizt hj á mörgum þeim villum, sem
Rússar gerðu á fyrsta tímabili Ráðstjórnarinnar. Sjálfsagt er það að
miklu leyti af því, að Kínverjar eru á mörgum sviðum meiri menning-
arþjóð en Rússar. Þeir eru allra manna iðnastir og hafa viðbjóð á
eyðileggingu verðmæta. Þess vegna voru eyðileggingarnar í borgara-
styrjöldinni furðulega litlar. Varla nokkursstaðar sá ég merki um að
Kínverjar hefðu háð innlandsófrið fyrir fáum árum.
Ilelztu áhyggjuefni Kínverja nú sem stendur er Kóreustríðið. Þeir
vita að ef friðartímar fara í hönd mun hlutur þeirra verða góður, en
ófriður myndi valda þeim miklum hörmungum og tefja framfarirnar
um fjölda mörg ár.