Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 61

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 61
ÆSKAN í DAG 51 þróunarlögmál mannfélagsins, þróun andstæðna eins og í náttúrunni og í lífi kynslóða, og greina þjóðfélögin í tvær sveitir er hlíta lögmálum elli og æsku, hrörnunar og vaxtar, í skipulag gamals auðvalds og sósíalismans sem er æska heimsins á þessari öld. Hér var komið tíma- bil Kommúnistaflokks íslands, Félags byltingarsinnaðra rithöfunda og Rauðra penna. Og með stofnun Félags róttækra stúdenta gerðist sá sögulegi viðburður, að hópur íslenzkra stúdenta lagði æsku sína við æsku heimsins, stillti hugsun sína og líf í samhljóm við hina gróandi þjóðfélagsstefnu, í samhljóm við hjartslátt tímanna. Við, mín kynslóð, fundum vorið í lofti. En var sú tilfinning ekki blekking ein? Eða hvar er vor að sjá á íslandi í dag? Er ekki allt grátt fyrir múrum. Víst lifðum við að sjá drauma rætast, þjóðardrauminn um frjálst ísland, um endurreisn lýðveldis á íslandi, lifðum að skynja heillar þjóðar fögnuð. Síðan er ykkur kunnugt hvernig fór. Þessi sigur var sleginn úr hendi okkar, og við stöndum aftur í gömlum sporum, hið bjarta hús er við reistum, frelsið, var brennt ofan af okkur, og á þjóð- veginum glymur traðk erlendra hæla. Bjartari var sú framtíð sem við ætluðum frjálsu íslandi en sú er nú blasir við augum. Aðrar hugmynd- ir gerðum við okkur um íslenzka þjóð en þær sem nú standa letraðar á spjöldum. Fyrir fáum dögum birtist í útvarpi og dagblöðum fregn eftir News Chronicle um góðar horfur á samkomulagi við brezku ríkisstjórnina um landhelgismálið, og fylgdi með sögu, að Bandaríkin myndu veita stuðning, því að „eyjan hefði þýðingu sem flug- og flotastöð“. Hér höf- um við svart á hvítu, nákvæmlega skilgreint, gildi íslands í dag, ekki á mælikvarða neinna óvina, heldur vinaþjóða okkar þeirra sem við hjúfr- um okkur upp að brjóstinu á og sýnum ástaratlot í smáu og stóru, og teljum lífsakkeri okkar, skjól og hlíf. „Eyjan hefur þýðingu sem hern- aðarstöð.“ Klappað og klárt. Hér er í hreinni mynd sjónarmið auð- valdsins á landi okkar. Við erum þýðingarlausir nema sem flug- og flotastöð. Þjóðin skiptir ekki máli, menning hennar, sjálfstæði, saga, bókmenntir, líf hennar, æska, framtíð, ekki talið þess virði að nefnt sé. Tilvera íslands í dag er að vera, eins og Kiljan komst að orði, hala- kleppur á bandarískri atómstöð er sogar nú til sín starfskrafta og líf þjóðarinnar. Þessi staðreynd er sá grái múr sem við stöndum upp við, íslendingar, og byrgir mörgum alla framtíðarsýn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.