Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 41
KÍNVERSKA BYLTINGIN OG AIÞÝÐULÝÐVELDIÐ
31
um fé. Hann hefur nú samninga við ríkið og malar fyrir það, en hefur
J»ó til skamms tíma einnig malað fyrir sjálfan sig og selt korn fyrir eig-
in reikning. Nú er hann að hætta við það, því að hann telur það ekki
horga sig. Bezt álítur hann vera að mala eingöngu fyrir ríkið. Tekjurn-
•ar af því eru öruggar, auk þess sparar hann á því starfslið og reksturs-
fé. Hann telur að framtíðarhorfur sínar séu betri en nokkru sinni áður.
Ég býst við að þessi maður sé meiri vinur kommúnista en margir af
stéttarbræðrum hans, en þó er enginn vafi á því að margir þeirra hugsa
líkt og hann, sýnist það eina ráðið að vera í vináttusambandi við nú-
verandi valdhafa, vinna með þeim og tryggja sér um leið sæmilega að-
stöðu í hinu nýja þjóðfélagi. Þessi stétt hefur í raun og veru ekki í ann-
að hús að venda, þar sem Kuo-min-tang stjórnin brást vonum hennar.
Þar sem kommúnistar hafa gert samband við þessar stéttir um póli-
tíska samvinnu leiðir það af sjálfu sér, að þær fá að hafa pólitísk sam-
tök. í Kína eru því nokkrir stj órnmálaflokkar, sem allir hafa samvinnu
sín á milli. Oflugastur þeirra er Kommúnistaflokkurinn. Hann hafði ár-
ið 1951 5,600,000 meðlimi og ber ægishjálm yfir öll önnur pólitísk
samtök í landinu. Því miður er ekki tími til að lýsa hinum stjórnmála-
flokkunum í Kína, en kommúnistar leggja hina mestu áherzlu á að sam-
vinnan við þá sé svo góð sem verið getur, því með því ná þeir beztu
sambandi við alla þjóðina. Þessir flokkar hafa líka marga ágæta menn
innan sinna vébanda, og vinna þeir hin mikilvægustu störf í þágu lands
og þjóðar.
Þessir stjórnmálaflokkar eru ekki einu stoðirnar undir valdi núver-
andi stjórnar. Ég vil aðeins nefna það, að kommúnistar ráða öllu í
verkalýðssamtökunum og eru leiðandi í bændasamtökum, kvennasam-
tökum, samvinnuhreyfingunni o. m. fl. Herinn er allur með þeim, og
gífurlega fjölmenn unglingahreyfing er undir forystu þeirra. Hinir eig-
inlegu fjendur stjórnarinnar eru leifar hinna fámennu auðstétta lands-
ins, sem nú hafa misst öll völd og geta enga mótspyrnu veitt, enda er
það staðreynd, að síðan 1949 hefur verið ágætur friður í landinu.
Hið mikla vald kommúnistastjórnarinnar og áhrif hennar á landsins
lýð hefur gefið henni möguleika til að framkvæma meira en nokkur
önnur stjórn í því landi um margar aldir. Vegna hins mikla viðreisnar-
starfs er Kína nú þegar komið í tölu hinna mestu stórvelda heimsins.
Mikilvægasta verkefni stjórnarinnar var að framkvæma skiptingu jarð-