Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 74
64 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR undir aíbrota, sem unglingar hér á landi fremja, eru þjófnaðir, sem eru algengustu afbrotin, innbrot, sem oftast eru framin í þeim tilgangi að stela, skemmdarverk eru alltíð, og síðustu árin hefur drykkjuskapur unglinga farið mjög í vöxt og hefur það m. a. valdið nokkrum ránum og árásum. Nokkuð er líka um kynferðisafbrot, og hefur dvöl erlends herliðs í landinu fyrr og síðar átt mikinn þátt í að auka þau og halda þeim við. Gera ber greinarmun á afbrotum, eins og þeim, sem hér hafa verið talin, og miður æskilegri hegðun barna og unglinga í heimahúsum, skólum eða á almannafæri. Hinu síðarnefnda veldur oftast agaleysi og lausung í uppeldi. Mörgum hættir við að líta á þetta tvennt, afbrot og agaleysi, sem eitt og hið sama, en það er ekki rétt. Tiltölulega fáir unglingar brjóta þær meginreglur siðgæðis, sem samfélag manna bygg- ist á, þótt margir hegði sér við og við öðruvísi en almennt er talið æski- legt. Ég skal tilfæra hér nokkrar tölur, sem gefa hugmynd um, hve stór hluti unglinga fremur afbrot eftir minni skilgreiningu. Árið 1950 voru 5703 börn í Reykjavík á aldrinum 10—16 ára. Af þessum 5703 börnum frömdu 82 afbrot, sem lögreglan hafði afskipti af árið 1950, eða 1,44%. Rúmlega helmingur þessara 82 barna hafa aðeins framið eitt afbrot hvert og það oft smávægilegt. Fjöldi alvarlegra tilfella er því miklu minni en 1,44% barna í fyrrneíndum aldursflokkum, en þó eru fleiri afbrotabörn þar en í yngri aldursflokkunum. Þetta er ekki sagt til þess að gera lítið úr því vandamáli, sem hér um ræðir, síður en svo, enda augljóst, að ekki þarf nema fáa afbrotaung- linga í jafn litlum bæ og Reykjavík er til að vinna tiltölulega mikið tjón og setja sérstakan svip ómenningar á bæjarlífið. En ég vildi að- eins benda á, svo ljóst væri, að afbrotaunglingar eru fámennur hópur unglinga, sem eru frábrugðnir flestum öðrum, eða viss tegund „anor- mal“ unglinga félagslega séð, sem sérstökum aðferðum þarf að beita, til að koma á réttan kjöl aftur. Það er að mínum dómi rangt, sem mörg- um hættir við að gera, sem ræða um þessi mál, að telja afbrotahneigð nokkurra unglinga merki um almenna spillingu og siðleysi allrar hinn- ar uppvaxandi kynslóðar. Langflestir unglingar, eða 98—99% þeirra, fylgja yfirleitt þeim siðareglum, sem þjóðfélagið setur, og líta, að því er ég hygg, aðgerðir hinna tiltölulega fáu afbrotaunglinga með van- þóknun. Það hefur því mjög vafasöm uppeldisleg áhrif, að reyna að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.