Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 58

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 58
KRISTINN E. ANDRÉSSON: Æskan í dag Rœða flutt á tuttugu ára afmœli Félags róttœkra stúdenta. Mér finnst rétt af þeim háa sjónarhóli aldursins er ég stend hér yfir ykkur að ég geri æskuna að umtalsefni. Mikil er sú gleði sem sprettur upp eins og lind þegar horft er til haka, ekki sízt til fyrstu stúdentsáranna. Eg á ennþá gömul dagbókar- blöð, meðal annars frá þeim degi er ég fluttist nýbakaður stúdent í eigið herbergi í Reykjavík, að því er mér fannst í fyrsta sinn á ævinni frjáls maður. Með hvílíkri eftirsjá skáldin hafa lýst þeim dögum er öll- um of kunnugt til þess að þörf sé að rifja hér upp. Og hvað er annað en taka undir með skáldunum? Víst er mikil hamingja að vera ungur, að vera ungur stúdent; falin í báðum þeim orðum. Þó er ástæða til að spyrja: Eru æskuárin gleði í sjálfu sér, á hinni líðandi stund? Hvað um allar raunir hins unga Werthers sem ætla að slíta sundur brjóstið, allar ástarsorgirnar með sjálfsmorðið á næstu grösum, ungmennin sem steyptu sér í fossa, drukku sig í hel, lögðust til hinztu hvíldar úti í sjávarfjöru, eins og Þórbergur, píslargönguna miklu fram hjá bænum er menn sumarlangt þráðu, ástríðuna er fjötrar menn heilar frostnætur úti fyrir glugga þess ástvinar sem hvorki vill heyra mann né sjá? Er í raun réttri nokkur kvöl heitari en sú er brenn- ur í ungu brjósti? En hvað er þá sem ljær æskunni þann fögnuð er svo skært logar í endurminningu okkar? Eflaust fylgir hann hinum hvíta loga sem svo sárt brennir. Þó vil ég telja annað fremur: víðáttuna framundan, þá fagnandi kennd að eiga lífið og verkefnin framundan. Það er líkt og síðar að fara snemma á fætur að morgni og hafa daginn fyrir sér með þeirri von að geta miklu afkastað. Gleðin sem fylgir æskunni er að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.