Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 75
AFBROT UNGLINGA — ORSAKIR OG MEÐFERÐ
65
gera hinn heiðarlega hluta æskulýðsins að einhverju leyti meSsekan í
verkum hinna.
III
HvaS veldur því þá, aS sumir unglingar gerast frábrugSnir flestum
öSrum jafnöldrum sínum, stela, fremja skemmdarverk, ráSast á fólk
o. s. frv.? Nú vil ég í stuttu máli gera grein fyrir helztu orsökum þess.
Frásögn mína byggi ég mest á vísindalegum rannsóknum erlendra sál-
fræSinga og annarra sérfræSinga, sem hafa rannsakaS þetta vandamál,
en aS nokkru leyti á þeirri þekkingu, sem ég hef aflaS meS afskiptum
mínum af afbrotabörnum í Reykjavík.
ASur en lengra er haldiS, vil ég nefna tvö atriSi, sem torvelda nokk-
uS rannsóknir á orsökum afbrota. í fyrsta lagi eru nokkur afbrot, sem
aldrei koma á opinberar skýrslur. ÁstæSan er sú, aS foreldrar komast
aS afbrotum barna sinna á undan lögreglunni eSa hinurn opinbera aSila
og bæta þá fyrir brotin, áSur en rnáliS kemst lengra eSa verSur opinbert.
Mun þetta einkum rugla þær tölur, sem gefa til kynna stéttaskiptingu
afbrotaunglinga, þar eS slíkt mun einkum koma fyrir meSal efnaSri og
menntaSri stétta.
Stærra vandamál, er mætir athuganda, sem rannsakar orsakir af-
brota, er þó þaS, aS þessar orsakir eru alltaf mjög háSar menningu
þess þjóSfélags í heild, sem um er aS ræSa, og geta því veriS nokkuS
breytilegar eftir staSháttum og tíma. Varasamt er því aS stySjast um
of viS eldri rannsóknir, sem gerSar eru í ólíku umhverfi. Hver menn-
ingargerS og hvert menningartímabil þarfnast því sérstakrar rannsókn-
ar, og mun þaS nánar rætt síSar.
Fyrstu athuganir á orsökum afbrota snertu einkum líkamsgerS af-
brotamanna, og athugendur reyndu aS finna lögmál um erfSir afbrota-
hneigSar. Hvorttveggja eru nú úrelt vísindi. Afbrotamenn eru af öllum
hugsanlegum líkamsgerSum og fáir munu nú þeirrar skoSunar aS af-
brotahneigS út af fyrir sig sé ættgeng. Hins vegar geta ýmsir skapgerS-
areiginleikar, sem gera þaS aS verkum, aS mönnum hættir frekar viS
afbrotum, e. t. v. veriS aS einhverju leyti arfgengir og stuSlaS aS því aS
afbrotahneigS þróist í vissu umhverfi. ASalorsakir þess, aS einhver
verSur afbrotamaSur, mun þó alltaf vera aS finna í umhverfinu, upp-
eldinu og þeim margvíslegu áhrifum, sem börn og unglingar verSa fyrir
Tímarit Máls og menningar, 1. h. 1953 5