Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 29
KÍNVERSKA BYLTINGIN OG AIÞÝÐULÝÐVELDIÐ 19 vestrænu þjóðanna hefði orðið til þess að hrófla við hinura kínversku yfirráðastéttum og sýna þeim það svart á hvítu að þær yrðu að breyta um skipulag. En þær voru ákaflega tornæmar á þá hluti og gekk sérlega illa að láta sér skiljast, að hinar menningarsnauðu þjóðir í vestrinu stæðu þeim á nokkurn hátt á sporði. En þrátt fyrir alla íhaldssemi reis mikil óánægjualda vegna ódugn- aðar stjórnarinnar og undanlátssemi við erlendar þjóðir. Æ fleiri urðu sannfærðir um, að himinninn hefði snúið baki við keisaraættinni og þjóðinni bæri að setja hana af, enda var það gömul skoðun og rótgróin meðal Kínverja, að ef stjórnin reyndist illa, væri það vegna þess að æðri máttarvöld hefði vanþóknun á henni af því að hún brygðist skyld- um sínum við himininn (guðdóminn). Kringum aldamótin 1900 kom fram á sjónarsviðið einn mesti stjórnmálamaður í sögu Kínverja, Sun- Jat-sen. Hann hlaut ágæta menntun og dvaldist um hríð í vesturlönd- um við nám. Varð honum þá ljóst að landar hans stóðu á ýmsum svið- um langt að baki hinum vestrænu þjóðum, og að þeir yrðu að ger- breyta um þjóðskipulag. Taldi hann að afnema bæri einveldið og taka upp líkt skipulag og í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Undir forystu hans hófst öflug hreyfing, sem brátt fékk byr undir báða vængi vegna hinn- ar miklu óánægju og öngþveitis í landinu. Arið 1911 var keisarastjórninni steypt af stóli og lýðveldi stofnað. Sun-Jat-sen réð þó litlu enn um skeið, en hreyfingin fór vaxandi með hverjum degi og flokkur hans, Kuo-min-tang, varð áhrifamikill um stjórnmál. Aðalmálin á stefnuskrá hans voru að gera Kína að lýðræð- islandi, eyða áhrifum stórveldanna í Kína, ná fullkomnu sjálfstæði þjóð- inni til handa og jafnrétti við önnur fullvalda ríki. Heimsstyrjöldin fyrri og aðrir atburðir, sem við hana eru tengdir, höfðu mikil áhrif á aðstöðu Kína. Sun-Jat-sen var í byrjun bjartsýnn fyrir hönd þjóðar sinnar um batnandi hag og réttarstöðu gagnvart stórveldunum. Einkum bjóst hann við að hinar engilsaxnesku þjóðir og þá helzt Bandaríkjamenn myndu styrkja rétt Kínverja. En er stríðinu var lokið og friðarsamningar tókust varð hann og flokkur hans fyrir hinum sárustu vonbrigðum, en honum og fylgismönnum hans hafði áð- ur verið mjög þelhlýtt til hinna vestrænu lýðræðisþjóða, dáðst að þeim og óskað eftir náinni vináttu við þær. En þessi stórveldi vildu síður en svo slaka á þrælatakinu á Kínverjum, og Kuo-min-tang flokkurinn, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.