Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 29
KÍNVERSKA BYLTINGIN OG AIÞÝÐULÝÐVELDIÐ
19
vestrænu þjóðanna hefði orðið til þess að hrófla við hinura kínversku
yfirráðastéttum og sýna þeim það svart á hvítu að þær yrðu að breyta
um skipulag. En þær voru ákaflega tornæmar á þá hluti og gekk sérlega
illa að láta sér skiljast, að hinar menningarsnauðu þjóðir í vestrinu
stæðu þeim á nokkurn hátt á sporði.
En þrátt fyrir alla íhaldssemi reis mikil óánægjualda vegna ódugn-
aðar stjórnarinnar og undanlátssemi við erlendar þjóðir. Æ fleiri urðu
sannfærðir um, að himinninn hefði snúið baki við keisaraættinni og
þjóðinni bæri að setja hana af, enda var það gömul skoðun og rótgróin
meðal Kínverja, að ef stjórnin reyndist illa, væri það vegna þess að
æðri máttarvöld hefði vanþóknun á henni af því að hún brygðist skyld-
um sínum við himininn (guðdóminn). Kringum aldamótin 1900 kom
fram á sjónarsviðið einn mesti stjórnmálamaður í sögu Kínverja, Sun-
Jat-sen. Hann hlaut ágæta menntun og dvaldist um hríð í vesturlönd-
um við nám. Varð honum þá ljóst að landar hans stóðu á ýmsum svið-
um langt að baki hinum vestrænu þjóðum, og að þeir yrðu að ger-
breyta um þjóðskipulag. Taldi hann að afnema bæri einveldið og taka
upp líkt skipulag og í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Undir forystu hans
hófst öflug hreyfing, sem brátt fékk byr undir báða vængi vegna hinn-
ar miklu óánægju og öngþveitis í landinu.
Arið 1911 var keisarastjórninni steypt af stóli og lýðveldi stofnað.
Sun-Jat-sen réð þó litlu enn um skeið, en hreyfingin fór vaxandi með
hverjum degi og flokkur hans, Kuo-min-tang, varð áhrifamikill um
stjórnmál. Aðalmálin á stefnuskrá hans voru að gera Kína að lýðræð-
islandi, eyða áhrifum stórveldanna í Kína, ná fullkomnu sjálfstæði þjóð-
inni til handa og jafnrétti við önnur fullvalda ríki.
Heimsstyrjöldin fyrri og aðrir atburðir, sem við hana eru tengdir,
höfðu mikil áhrif á aðstöðu Kína. Sun-Jat-sen var í byrjun bjartsýnn
fyrir hönd þjóðar sinnar um batnandi hag og réttarstöðu gagnvart
stórveldunum. Einkum bjóst hann við að hinar engilsaxnesku þjóðir og
þá helzt Bandaríkjamenn myndu styrkja rétt Kínverja. En er stríðinu
var lokið og friðarsamningar tókust varð hann og flokkur hans fyrir
hinum sárustu vonbrigðum, en honum og fylgismönnum hans hafði áð-
ur verið mjög þelhlýtt til hinna vestrænu lýðræðisþjóða, dáðst að þeim
og óskað eftir náinni vináttu við þær. En þessi stórveldi vildu síður en
svo slaka á þrælatakinu á Kínverjum, og Kuo-min-tang flokkurinn, sem