Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 28
18
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ir til þess að foröast ófriÖ og önnur vandræði, sem stafað gæti af slík-
um samskiptum.
Strax eftir landafundina fóru Norðurálfumenn að koma til Kína og
hefja verzlun þar, en Kínverjar tók því fálega, og fengu Evrópumenn
aðeins að verzla í Kanton og Macao, en sú verzlun var ekki mikilvæg.
Það er ekki fyrr en undir miðja 19. öld að Evrópumönnum tekst að
opna Kína fyrir viöskiptum. Voru það Englendingar, sem neyddu þá
til þess með hinu svonefnda ópíumstríði. Á seinni hluta 19. aldar urðu
margir árekstrar með Kínverjum og NorÖurálfumönnum, sem gerðust
æ ágengari. Kom það þá í Ijós að Kína var hernaðarlega mjög veikt
ríki. Kínverjar höfðu raunar engan her, er þeir gátu beitt gegn árásum
útlendinga, heldur höfðu fylkisstjórarnir herflokka til varnar hver í
sínu umdæmi. En herflokkar þessir voru aðallega ætlaðir til þess að
halda uppi lögum og reglu í fylkjunum sjálfum.
Þegar það var ljóst hversu varnarlítið Kínaveldi var, kepptust stór-
veldin hvert við annað um að ná undir sig auðlindum þess, enda voru
gróðamöguleikar þar meiri en víðast hvar annarsstaðar vegna gæða
landsins og auðlegðar, menningar og dugnaðar þjóðarinnar, og í upp-
hafi fyrri heimsstyrjaldar var Kína í raun og veru orðið nýlenda, er
skiptist á milli flestra stórveldanna, enda þótt landið væri að nafninu
til sjálfstætt ríki.
Um aldaraðir hafði Kína verið keisaradæmi. Hafði keisarinn, sonur
himinsins, verið einvaldur og stutt sig við hálæröan embættisaðal og
yfirstétt, sem átti jarðirnar. Lénsveldi var þar um langt skeið, og hélzt
það fyrirkomulag að nokkru leyti í NorÖur-Kína, þar til núverandi
stjórn settist að völdum. í bæjunum, sem fram á 20. öld voru litlir í
samanburöi við fjölda landsbúa, réð efnuð borgarastétt, en atvinnu-
vegir voru þar með miðaldasniði og var borgarastéttin harla afturhalds-
söm. Bæði embættisaðall keisarans, jarðeigendur og borgarar voru sam-
taka um að halda atvinnulífi þjóðarinnar sem mest í gamla horfinu.
Þeim var illa við jafnvel hinar smávægilegustu breytingar á þjóÖskipu-
lagi og framleiðsluháttum þjóðarinnar, enda minntu almúgauppreisnir,
svo sem Taipinguppreisnin upp úr miðri 19. öld, þá á, að þeir væru
sjálfir valtir í sessi og hefðu ekki fengiÖ neitt innsigli upp á yfirráðin
í þjóðfélaginu um aldur og ævi. Menn skyldu ætla að hræringar hinna
undirokuðu stétta og vitneskjan um hina miklu hernaðarlegu yfirburöi