Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 79
AFBROT UNGLINGA — ORSAKIR OG MEÐFERÐ
69
afsökun að kenna öðrum um sínar eigin skyssur. Þó mun nær sanni, að
illur félagsskapur sé nær aldrei frumorsök afbrotahneigðar, þótt hann
geti stundum stuðlað að því að auka hana. En ávallt hljóta einhverjar
dýpri orsakir að liggja til þess, að viss drengur velur sér afbrotadreng
að félaga, fremur öðrum, sem heiðarlegur er. Slæmur félagsskapur er
því oftar afleiðing en orsök afbrotahneigðar.
Kvikmyndir hafa oft verið nefndar, sem ein af hugsanlegum orsökum
afbrota. Er það þá fyrst og fremst ein tegund þeirra, glæpamyndir, sem
gætu haft áhrif í þá átt að stuðla að afbrotum. Þetta hefur allmikið ver-
ið rannsakað og mun niðurstaða slíkra rannsókna í stuttu máli vera
sú, að unglingar sæki sjaldan beinar fyrirmyndir að afbrotum sínum
í kvikmyndir, og einstakar myndir séu yfirleitt ekki bein orsök ein-
stakra afbrota. Hins vegar mun langvarandi aðsókn unglinga að glæpa-
myndum stuðla að því að auka afbrotahneigð þeirra með því að breyta
smátt og smátt viðhorfi þeirra til afbrota og afbrotamanna. í augum
þeirra, sem sjá oft glæpamyndir, verða glæpirnir algengir hversdags-
legir hlutir, sem lítið er athugavert við. í flestum glæpamyndum eru
glæpamenn líka sýndir sem skrautbúnar hetjur, sem eftirsóknarvert er
að líkjast, en ekki eins og þeir eru í raun og veru, og eykur það áhrifa-
mátt þeirra á unglinga þá, sem illa gengur að þekkja muninn á réttu og
röngu. Án efa eiga því glæpamyndir nokkurn þátt í því að sljóvga sið-
gæðishugmyndir æskulýðsins.
Sálsýki getur stundum verið orsök afbrota. Koma þar margar tegundir
sálsýki til greina, og skal það ekki rakið nánar hér. Þær orsakir eru ekki
mjög algengar, og er það aðeins á færi sérfræðinga að rannsaka í hverju
tilfelli, hvern þátt sálsýkin á í afbrotinu.
Hér skal þó nefnt atriði, sem skylt er sálsýkinni, það er eiturlyfja-
notkun. Hér á landi er naumast um aðra eiturlyfjanotkun að ræða
meðal unglinga en áfengisneyzlu, en margar þjóðir verða að berjast
gegn notkun annarra eitur- eða deyfilyfja.
Áfengisnotkun unglinga hér á landi á mikinn þátt í að auka afbrot
þeirra, og það er á tvennan hátt, sem það gerist. í fyrsta lagi er vín
dýr vara, og unglingar, sem hafa vanið sig á það eða halda að það sé
fínt að neyta þess, þurfa að afla sér mikils fjár til að geta veitt sér það
svo nokkru nemi. Helzti möguleikinn er þá að stela eða ræna fjármun-
unum til að veita sér hinn eftirsótta drykk, enda sýnir reynslan, að