Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 94
84
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
sem ráðstefnuna sátu, að þeir kæmu nokkrum agaböndum á þetta
stjórnlausu frelsi. Að lokum tók d’Astier málið að sér.
Það var þannig, eins og þið sjáið, vilji alls þingheims, austurs og vest-
urs, Asíu, Afríku, Evrópu og Ameríku, sem kom fram í orðum d’Astier.
Og afleiðingin af afskiptum hans var ekki undrun, heldur áhugi og dynj-
andi lófatak. Þingið tók ákvörðun í einu hljóði, og á lýðræðislegan hátt.
Þannig var það í augum okkar allra, og ég verð að segja ykkur, að það
var frá þéssum degi,
sem þingið hafði fullt traust á stjórnendum sínum og sjálfu sér
og fann skyndilega, að það var einn líkami. Þegar fulltrúarnir hlýddu
á d’Astier, uppgötvuðu þeir í einu vetfangi sameiginlegan vilja þings-
ins, eða, ef þið viljið heldur, fullveldi þess.
Og menn hafa vogað sér að skrifa í blöðin, að fulltrúarnir væru not-
aðir sem verkfæri. Allt til þessarar stundar var þingið góðviljað fólk,
sem boðið hafði verið af miklum samtökum, menn, sem leituðust við
að skilja hverjir aðra. Eftir þingið var það við. Við vorum snortnir
djúpri og algerðri ábyrgðartilfinningu gagnvart heiminum af því að
við höfðum öðlazt þá vissu, að hann yrði nákvæmlega það, sem við
gerðum úr honum.
Að því er varðar afskipti frúar Píaggio, þá er einnig nauðsynlegt að
menn skilji hverjir aðra. Hún var fulltrúi fyrir kaþólsk samtök á Ítalíu
og lýsti því yfir, að hún mundi aldrei vera gegn Kommúnistaflokkn-
um og að félag hennar starfaði oftast nær í samræmi við Kommúnista-
flokkinn. En, bætti hún við, í íhaldsblöðunum eru fullyrðingar, sem
valda okkur áhyggjum. Og hún bar fram nokkrar spurningar um inn-
anlandsástandið í alþýðuríkjum Austur-Evrópu. um aðbúnað trúaðra
í Asíu, og loks vildi hún vita hvers vegna indversku sáttatillögunni
hafði verið hafnað af Visínski á þingi Sameinuðu þjóðanna.
Þá er nauðsynlegt að taka þetta fram:
1) Um þriðju spurninguna hefur Erenbúrg sjálfur sagt mér, að ráð-
stjórnarfulltrúarnir óskuðu þess, að hún væri fram borin. „Þarna er,“
sagði hann, „grundvöllur undir hispurslausar umræður.“ Þið vitið að
tveim dögum síðar ræddu Kínverjar og Indverjar þetta.
2) Um hinar spurningarnar er það að segja, að mér virðist enn í
dag, að ekki hafi átt við að bera þær fram innan þeirra takmarka, sem
umræðum ráðstefnunnar voru sett. Ég hef sagt hvers vegna.