Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 116
UMSAGNIR UM BÆKUR
V_______________________)
Snorri Hjartarson: Á Gnitaheiði
Heimskringla 1952.
Til sanns vegar má færa að ljóð Snorra eigi uppruna sinn í íslenzkri náttúru, séu
í raun og veru ein af uppsprettulindum hennar, runnin úr djúpum landsins, beri
sömu eðlisþrá og hún að hvíla í kyrru djúpi og spegla landið í kringum sig, ár-
roða morgunsins og flug fugla í lofti. Af ljóðum Snorra í fyrri bók hans og þess-
ari má álykta að skáldið uni sér hvergi betur en úti í íslenzkri sumarnáttúru, helzt
á heiðum uppi þar sem ríkir dýpsta kyrrð, sólglit yfir vötnum og blá fjöll. Náttúra
íslands er heima hans, og fáir sem skynja hana næmari taugum eða eiga hjartslátt
hennar eins í æðum sér. Snorri er líka náttúrubam, alinn upp í einni af fegurstu
sveitum íslands, Borgarfirði, sólbjartri undir hvítum jöklum með heiðavötnin inn
af, þangað sem skáldið sá í bemsku á eftir flugi bjartra svana:
nú hefja þeir flug
gegnum hjarta mitt, fljúga
með frið minn og unað eitthvað burt
austur um blárökkrið ...
Þessar hendingar úr kvæðinu Á Amarvatnshæðum lýsa inn í hug unglingsins.
Löngu seinna kemur skáldið þar; heim í draumaland æskunnar:
í kvöld er ég heima.
Kyrrðin er djúp, hver álft sefur.
í húmkvikri þögn
bak við hljóm og orð
niðar upprunans lind, kemur allt
sem aldrei var sungið,
streymir að stilltum
strengjum máttugt og hlýtt.
Hér er Snorri, hér birtir hann lesendum, hvaðan ljóðlist hans er mnnin, úr nátt-
úru landsins, hvaðan hún streymir að stilltum strengjum máttugt og hlýtt.
Einkenni á fyrri bók Snorra, Kvæðum, er kom út lýðveldisstofnunarárið 1944,
var fögnuður skáldsins yfir því að vera kominn heim til íslenzkrar náttúm. í
skauti hennar orti hann unglingsljóð sín, dvaldist síðan nokkur ár erlendis, og