Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 100
90
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
ekki sömu tungu. í því sambandi er fróðleg hin forna sögn Gyðinga
um Babelsturninn, sem sagt er frá í 11. kafla I. Mósebókar, og við skul-
um líta á elztu þýðingu fyrstu Mósebókar, sem til er á íslenzku. Það er
Stjórn, brot úr Gamla testamentinu með skýringum, raunar þýdd og:
rituð í Noregi um 1300. (Skýringarnar úr Stjórn eru prentaðar með.)
„Og af því að þeir (þ. e. mennirnir) óttuðust þá enn flóðið og vildu:
ríkja yfir öðrum mönnum að ráði Nemroths, þá talaði hver við sinn
náung: (GT:) Komum hér og gerum nokkurt ágætisverk, að þaðan af
frægjumst vér fyrr en vér deyjum eður vér skiljumst og skiptumst til
ýmissa landa. Gjörum oss eina stóra og sterka borg eður stöpul, hvers-
turn eður hæð taki allt upp til himna. (Stjórn:) Tóku þeir þá að reisa
einn mikinn stöpul af tigli og því lími, sem líkast var biki meður grjót-
möl gjört. Af þessum stöpli segir Jósefus, að hans víðleiki var svo
sterklegur, að þeim er nærri voru sýndist hans hæð og lengd lítils
verð. Guð drottinn geymdi að, hvað er þeir gjörðu, svo sem hugsandi
þeim bar fyrir hegnd og pínu, (GT.:) og sá þá borg og turn, sem þeir-
smíðuðu, og sagði svo til sinna heilagra engla: „Ein tunga gengur
meður öllu þessu fólki, er þáleiðis er talað sem einn samlendur lýður.
Hófu þeir og svo upp þessa sína gerð og fyrirætlan, að þeir munu ekki'
sjálfkrafi af henni létta, þar til er þeir hafa hana meður verkum fyllt
og fram komið. Niðrum þá og neisum þeirra tungur (síðasta biblíu--
þýð.: ruglum þar tungumál þeirra), svo að enginn þeirra skilji annars
tal.“ (Stjórn:) Og þegar í stað varð svo, að enginn þeirra fékk annars
tal né tungu undirstaðið, því að ef nokkur bað fá sér steina, þá báru
þeir til hans vatn eður eitthvert annað. Braut það og annar niður, sem
annar gjörði upp. Urðu þeir svo af að láta uppteknu verki, því að 2 og
70 vurðu þá málsgreinir og tungnaskipti, eftir því, sem í skilvísum bók-
um finnst skrifað.“
Þessi forna þjóðsaga austan úr Kanaanslandi sýnir, að höfundur
hennar hefur ekki getað sætt sig við annað en finna einhverja skýringu
— sem frá hans sjónarmiði væri fullgild — á því, hvers vegna þjóðir
þær, sem hann hefur þekkt, voru vegna mismunandi tungna að veru-
legu leyti einangraðar hver frá annarri, gátu ekki haft nema takmörk-
uð, sennilega helzt fjandsamleg, viðskipti hver við aðra. Um langan ald-
ur var skoðun manna — eða trú — á þróun tungumála byggð á þessarí
austrænu þjóðsögu. Menn trúðu statt og stöðugt allt fram á 19. öld, að.