Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 100

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 100
90 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR ekki sömu tungu. í því sambandi er fróðleg hin forna sögn Gyðinga um Babelsturninn, sem sagt er frá í 11. kafla I. Mósebókar, og við skul- um líta á elztu þýðingu fyrstu Mósebókar, sem til er á íslenzku. Það er Stjórn, brot úr Gamla testamentinu með skýringum, raunar þýdd og: rituð í Noregi um 1300. (Skýringarnar úr Stjórn eru prentaðar með.) „Og af því að þeir (þ. e. mennirnir) óttuðust þá enn flóðið og vildu: ríkja yfir öðrum mönnum að ráði Nemroths, þá talaði hver við sinn náung: (GT:) Komum hér og gerum nokkurt ágætisverk, að þaðan af frægjumst vér fyrr en vér deyjum eður vér skiljumst og skiptumst til ýmissa landa. Gjörum oss eina stóra og sterka borg eður stöpul, hvers- turn eður hæð taki allt upp til himna. (Stjórn:) Tóku þeir þá að reisa einn mikinn stöpul af tigli og því lími, sem líkast var biki meður grjót- möl gjört. Af þessum stöpli segir Jósefus, að hans víðleiki var svo sterklegur, að þeim er nærri voru sýndist hans hæð og lengd lítils verð. Guð drottinn geymdi að, hvað er þeir gjörðu, svo sem hugsandi þeim bar fyrir hegnd og pínu, (GT.:) og sá þá borg og turn, sem þeir- smíðuðu, og sagði svo til sinna heilagra engla: „Ein tunga gengur meður öllu þessu fólki, er þáleiðis er talað sem einn samlendur lýður. Hófu þeir og svo upp þessa sína gerð og fyrirætlan, að þeir munu ekki' sjálfkrafi af henni létta, þar til er þeir hafa hana meður verkum fyllt og fram komið. Niðrum þá og neisum þeirra tungur (síðasta biblíu-- þýð.: ruglum þar tungumál þeirra), svo að enginn þeirra skilji annars tal.“ (Stjórn:) Og þegar í stað varð svo, að enginn þeirra fékk annars tal né tungu undirstaðið, því að ef nokkur bað fá sér steina, þá báru þeir til hans vatn eður eitthvert annað. Braut það og annar niður, sem annar gjörði upp. Urðu þeir svo af að láta uppteknu verki, því að 2 og 70 vurðu þá málsgreinir og tungnaskipti, eftir því, sem í skilvísum bók- um finnst skrifað.“ Þessi forna þjóðsaga austan úr Kanaanslandi sýnir, að höfundur hennar hefur ekki getað sætt sig við annað en finna einhverja skýringu — sem frá hans sjónarmiði væri fullgild — á því, hvers vegna þjóðir þær, sem hann hefur þekkt, voru vegna mismunandi tungna að veru- legu leyti einangraðar hver frá annarri, gátu ekki haft nema takmörk- uð, sennilega helzt fjandsamleg, viðskipti hver við aðra. Um langan ald- ur var skoðun manna — eða trú — á þróun tungumála byggð á þessarí austrænu þjóðsögu. Menn trúðu statt og stöðugt allt fram á 19. öld, að.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.