Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 71
STYRJÖLDIN VIÐ RÚSSA 61 að honum að fá sér sopa og hellti í bollann hans, lét hann loks til leið- ast, tók ólundarlega við bollanum, nartaði í kleinu af mikilli ólyst og síaði drykkinn við grön sér. Konan leit af mönnunum, sem urðu henni æ meiri ráðgáta og til kýr- innar, sem lá dúðuð í yfirbreiðslum á básnum. Eg held að hún sé farin að hreyfa eyrun, mælti konan meira við sjálfa sig en mennina, því þögnin var orðin óþolandi. Það var sem Arnfinnur hefði verið lostinn töfrasprota: Eyrun, sagð- irðu eyrun, kona, sagðirðu að hún væri farin að hreyfa eyrun? Hann smellti kaffibollanum á bakkann, spratt upp af meisnum og þuklaði um eyru kýrinnar. Þú segir satt, kona, eyrun á henni eru orðin brennheit. Það verður aldrei langt þangað til hún stendur upp, þessi. Og Neshjónin sáu sér til mikillar gleði að allt var í lagi með Arn- finn. Geislabaugur stafaði af ásjónu hans, sem áður fyrr, þá er hann vann þau verk, er guð hafði útvalið hann til að inna af hendi. Ég held að maður fái sér nú í bollann aftur, sagði hann um leið og hann hlammaði sér niður á meisinn, svo brakaði í og hló svo undir tók í fjósinu. Og Arnfinnur hélt áfram að drekka kaffi og segja sögur af kúm, sem hann hafði læknað, með hin ólíkustu afbrigði doða. Og hann hélt áfram að spá kúnni Skjöldu skjóts bata. Og spá hans rættist fyrr en nokkurn varði, því meðan hann var enn að spá, stóð kýrin Skjalda upp fyrirvaralaust, hristi af sér yfirbreiðslurnar og veifaði halanum í áttina til velgerðamanns síns, þar sem hann sat enn á meisn- um, drakk kaffi og spáði. Konan hvarf til bæjar með kaffibakkann, en mennirnir héldu áfram að tala um doðaveikar kýr, fram og aftur, aftur og fram, rétt eins og ekkert annað viðfangsefni væri til á þessari jörð. Þegar sýnt þótti, að kýrin Skjalda þyrfti ekki á frekari aðstoð að halda að svo stöddu, hurfu mennirnir úr fjósinu og Árni bóndi þakkaði granna sínum skjóta og giftudrjúga hjálp. Arnfinnur kvaddi þó ekki strax, heldur tvísté umhverfis granna sinn. Loks skrapp upp úr honum, eins og hann væri að tala við tunglið: Það er ekki hægt. Hvað er ekki hægt, hváði Árni forviða. Það er ekki hægt að setja menn utangarðs við þjóðfélagið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.