Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 80
70
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
mestur hluti þess fjár, sem imglingar afla sér með þjófnaði eða ránum,
fer til brennivínskaupa. Það er þá löngunin í vín, sem veldur afbrotinu.
f öðru lagi hafa unglingar, og líka fullorðnir, minni stjórn á gerðum
sínum drukknir en ódrukknir og gera þá margt, sem þeir mundu láta
ógert væru þeir ófullir, stela, brjótast inn í hús, ráðast á fólk o. s. frv.
Það eru þá áhrif vínsins á unglinginn, sem neytir þess, sem valda af-
brotinu.
Hér hafa nokkrar af helztu orsökum afbrota verið ræddar. Mest er
stuðst við erlendar rannsóknir. Aður er drepið á það, að menningar-
gerð og félagslegar aðstæður í ýmsum þjóðfélögum geti verið ólíkar og
þetta hvorttveggja geti orkað á afbrotahneigð. Orsakir afbrota þurfa
því ekki að vera nákvæmlega þær sömu allstaðar. Enn sem komið er
hefur engin tölufræðileg eða sálfræðileg rannsókn verið gerð á afbrot-
um íslenzkra barna og unglinga og orsökum þeirra. Slíka heildarrann-
sókn er nauðsynlegt að framkvæma hér í Reykjavík. Niðurstöður henn-
ar mundu verða þeim mönnum til ómetanlegrar leiðbeiningar, sem
vinna að því að hindra afbrot barna og unglinga og hjálpa þeim, sem
eru komnir út á afbrotabrautina til að komast á rétta leið aftur.
Rannsókn þessi mundi að vísu kosta nokkurt fé og fyrirhöfn. Rann-
sókn, sem einn maður ynni að í 2—3 ár, ætti þó að geta komið að
miklum notum. Þar til hún hefur verið gerð munu margar ráðstafanir
okkar til að ráða bót á þessu vandamáli verða nokkuð handahófskennd-
ar.
IV
Hér skal nú rætt, hvað gera má, þegar unglingur verður vís að af-
broti, til að hindra, að hann fremji afbrot oftar.
Greina má á milli tveggja ólíkra flokka afbrotaunglinga, þeirra sem
fremja afbrot af tilviljun eða vegna augnabliks orsaka, og þeirra sem
fremja afbrot vegna orsaka, sem eiga sér djúpar rætur, hafa grafið um
sig lengi og munu halda því áfram sé ekkert að gert. Nákvæm sálfræði-
leg rannsókn á barninu og rannsókn á félagslegu umhverfi þess mun
ávallt leiða í ljós í hvorum flokknum það á heima. Sé það af þeim
fyrrnefnda, er bezt að gera sem minnst í tilefni af brotinu. Sé það af
þeim síðarnefnda, er nauðsynlegt að grafast fyrir um allar orsakir
þess, að þetta barn er afbrotabarn, og reyna að nema í burt sem flestar