Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 67

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 67
STYRJÖLDIN VIÐ RÚSSA 57 reynast á bandi Rússa og neituðu að sýna þegnskap sinn og ábyrgðar- tilfinningu með því að leggja fram fé til stuðnings frændum sínum. Fullt tungl kastaði daufri birtu gegnum Maríuský á freðna götuslóð- ana fram dalinn. Eftir þeim trítlaði tíkin Drífa og spölkorn á eftir henni brokkaði Gráni, með húsbónda þeirra á baki sínu, bæði óvitandi um þann mikla þegnskap og þá miklu ábyrgð, sem á herðum hans hvíldi. Með morgunsárinu myndi liann verða kominn á fremsta bæ byggð- arinnar og hefja þar hið ábyrgðarmikla þegnskaparstarf er flokkurinn hafði falið honum að inna af hendi. Tveim kvöldum síðar lá Arnfinnur á dívangarmi í stofu sinni heima -að Eyri og hvíldi sín lúin bein. Hann hafði þá farið um mikinn hluta kjördæmisins, en falið trúverðugum mönnum að reka erindi flokksins í þeim hlutum þess er hann mátti því ekki við koma. Borð stóð framan við dívaninn og á því lágu hrúgur af peningaseðlum og skiptimynt. Einnig gaf þar að líta ýmis konar smámuni svo sem giftingarhringi, upphlutsmyllur, skúfhólka, eyrnalokka og fleira þess háttar. Hinumeg- in borðsins var stóll og á honum sat kona Arnfinns og rýndi í lúð og óhrein pappírsblöð. Þetta var góð kona og Arnfinni hentug. Hún fylgdi manni sínum af áhuga í hverju máli, strax og hann hafði vísað henni á hina einu og réttu leið. Hinsvegar var hún fædd með þeim annmarka, að hún kom venjulega ekki auga á hina réttu leið fyrr en maður hennar var búinn að vísa henni til vegar. Engum skugga varpaði heldur á sambúð þeirra, þótt eiginmaðurinn reyndist stundum ærið óþolinmóður kennari, þeg- ar hann var að gera henni skiljanlegt, hvað flokkurinn meinti á hverj- um tíma, þegar hann talaði um þegnskap og ábyrgðartilfinningu. Konan leit af blöðunum og mælti upp úr eins manns hljóði: En hvað mér finnst þetta skrítið. Hvað finnst þér nú skrítið, svaraði eiginmaðurinn í legubekknum og heldur styggilega. Finnst þér það kannski ekki skrítið, hélt konan áfram, að fátæka fólkið gefur peninga, en ríka fólkið gefur ýmisskonar drasl. Drasl, kona, sagðir þú drasl. Arnfinnur spratt upp af dívaninum og tvísté fyrir framan eiginkonuna. Þetta er ábyrgðarlaust hjal, hélt hann áfram, sem stafar af því, að þú getur aldrei skilið ábyrga aðila til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.