Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 93
í VÍN SÁ ÉG FRIÐINN
83
jafnvel menn, sem eru alveg sama sinnis og ég — einungis af því að
þeir komu sér ekki að því að vantreysta blöðunum algerlega. Svona er
það, þeir eru of miklir einfeldningar.
En nú skal frá því greint, hvernig þessa hluti bar að. Það sýnir ykk-
ur andrúmsloftið í Vín.
Já, í byrjun gekk það ekki mjög vel. En vitið þið hvers vegna? Við
Torum að kafna í öllu frelsinu.
Loforð hafði verið gefið um að allir, sem vildu, fengju að tala.
Menn komu með ræður, sem þeir höfðu haldið fyrir löngu. Þeir
voru skráðir á lista. Skiljið þið hve mikið þessu fólki var niðri fyrir,
sem sumt kom frá fjarlægasta kima veraldar, menn, sem höfðu myndað
sér skoðun í friðarmálunum eða gert eitthvað fyrir friðinn, og höfðu
uú tekizt á hendur þessa löngu ferð til þess að segja öðrum frá því. Gat
þingið neitað þeim um orðið?
Því var hins vegar þannig varið, að ræður þeirra — sem allar voru
athyglisverðar — túlkuðu mjög ólíkar hugmyndir og kenningar, sem
ægði saman á þann hátt að ógerningur var að finna samkomulags-
grundvöll milli þeirra. Eftir að hafa á einu kvöldi hlustað á gandísinna,
peronsinna og ráðstjórnarrithöfundinn Erenbúrg, var maður orðinn
ringlaður. Það sem skorti, var að málin væru rædd.
„Þinggestir" vildu hafa umræður og það sem fyrst.
Kommúnistarnir og forustumenn hreyfingarinnar vildu hafa um-
xæður. Þeir óttuðust að þeir yrðu síðar ásakaðir um að hafa látið okk-
ur þvaðra eins og börn í heila viku svo að við álpuðumst til þess á síð-
asta degi að greiða atkvæði þeim tillögum, sem þeir óskuðu.
Það sem gerðist var þetta — ég segi ykkur frá því vegna þess, að at-
vikin hafa hagað því svo til, að ég var vitni að öllu saman:
1) Það var á sunnudag, að hádegisverði, að Farge gekk um borð-
salina og ráðgaðist við formenn allra sendinefndanna, einn í senn, og
svöruðu þeir allir máli hans á sama veg. Hann hitti að máli Pierre Cot,
sem var á sömu skoðun. Hann fór upp á efri hæð hússins ásamt nokkr-
um öðrum, kom þar í annan borðsal og fann Erenbúrg að máli, sem
sjálfur var þá að segja við Chamburn að það yrði að reyna að gera
eitthvað. Þaðan fór hann til skrifstofunnar og fann d’Astier, Casanova,
séra Boce og nokkra aðra, og allir voru sammála um, að það yrði að
reyna að svipta þokunni burt, það er að segja fara þess á leit við þá,