Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 92
82
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
•Ég þarf ekki að taka það fram að leiðréttingin er ókomin enn.
Má ég spyrja:
Hverjir eru einfeldningarnir?
Erum það við, hinir róttæku, prestarnir, „leigupennarnir“, sem erum
leiksoppar dularfullra afla, eða eru það lesendur Le Monde, sem gleypa
ofurróega slíkar lygar og halda áfram að endurtaka, að Le Monde sé
réttsýnt blað?
■ En í frásögnunum af fyrstu fundum ráðstefnunnar hafa þó Frakkar
orðið að lúta í lægra haldi fyrir Englendingum og Þjóðverjum.
Enskt blað segir frá setningu þingsins. Eins og þið getið ímyndað
ykkur voru allir gestirnir viðstaddir þá athöfn. Hvað segja Englend-
ingar:
„Herra Joliot-Curie talaði yfir tómum bekkjunum. Enginn Vestur-
landabúi kom til Vínar. Þar voru ekki aðrir en fulltrúar frá Austur-
Evrópu, sem vildu heldur ráfa um hin stóru stræti og skoða í búðar-
glugga.“
Á öðrum degi hélt Wirth ræðu. Nokkrum dögum síðar las ég í þýzku
blaði:
„í ræðu sinni kvartaði Wirth undan því að geta ekki talað frjálst.
Menn verða að skila ræðum sínum fimm klukkustundum áður en þær
eru fluttar. Látið er í veðri vaka að það sé vegna þýðaranna, en í raun-
inni er það til þess gert, að ráðstjórnarmenn geti ritskoðað þær.“
Svo illa vill til, að ég skil dálítið í þýzku, og ég hafði hlustað á
Wirth en ekki frönsku útlegginguna á ræðu hans. Eins og skiljanlegt
ér minntist hann ekkert á málfrelsið. Hvernig hefði hann líka átt að
fara að því að kvarta, þar sem hann hafði skrifað ræðu sína áður en
hann kom til ráðstefnunnar. Ég veit ekki hvað aðrir geta sagt um þetta,
en ég afhenti mína ræðu einni klukkustund áður en ég flutti hana og
það varð að þýða hana um leið og ég flutti hana. Annars reyndu þýð-
endurnir þegar frá öðrum degi að færa þýðingartímann í betra horf,
og menn gátu afhent ræður sínar tíu mínútum áður en þeir fluttu
þær.
■ Ég kem nú að ræðum þeirra d’Astier og frúar Piaggio. Þær voru,
eins og þið vitið, fluttar á sunnudagskvöldi. Blöðin hafa í því tilefni
skrifað um „óvænt atvik“, „undrun“ og „æsingu“. Og ég hef þegar
hitt þó nokkra, sem minntust í veiðihug á „þrumur yfir Vínarborg“ —