Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 92

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 92
82 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR •Ég þarf ekki að taka það fram að leiðréttingin er ókomin enn. Má ég spyrja: Hverjir eru einfeldningarnir? Erum það við, hinir róttæku, prestarnir, „leigupennarnir“, sem erum leiksoppar dularfullra afla, eða eru það lesendur Le Monde, sem gleypa ofurróega slíkar lygar og halda áfram að endurtaka, að Le Monde sé réttsýnt blað? ■ En í frásögnunum af fyrstu fundum ráðstefnunnar hafa þó Frakkar orðið að lúta í lægra haldi fyrir Englendingum og Þjóðverjum. Enskt blað segir frá setningu þingsins. Eins og þið getið ímyndað ykkur voru allir gestirnir viðstaddir þá athöfn. Hvað segja Englend- ingar: „Herra Joliot-Curie talaði yfir tómum bekkjunum. Enginn Vestur- landabúi kom til Vínar. Þar voru ekki aðrir en fulltrúar frá Austur- Evrópu, sem vildu heldur ráfa um hin stóru stræti og skoða í búðar- glugga.“ Á öðrum degi hélt Wirth ræðu. Nokkrum dögum síðar las ég í þýzku blaði: „í ræðu sinni kvartaði Wirth undan því að geta ekki talað frjálst. Menn verða að skila ræðum sínum fimm klukkustundum áður en þær eru fluttar. Látið er í veðri vaka að það sé vegna þýðaranna, en í raun- inni er það til þess gert, að ráðstjórnarmenn geti ritskoðað þær.“ Svo illa vill til, að ég skil dálítið í þýzku, og ég hafði hlustað á Wirth en ekki frönsku útlegginguna á ræðu hans. Eins og skiljanlegt ér minntist hann ekkert á málfrelsið. Hvernig hefði hann líka átt að fara að því að kvarta, þar sem hann hafði skrifað ræðu sína áður en hann kom til ráðstefnunnar. Ég veit ekki hvað aðrir geta sagt um þetta, en ég afhenti mína ræðu einni klukkustund áður en ég flutti hana og það varð að þýða hana um leið og ég flutti hana. Annars reyndu þýð- endurnir þegar frá öðrum degi að færa þýðingartímann í betra horf, og menn gátu afhent ræður sínar tíu mínútum áður en þeir fluttu þær. ■ Ég kem nú að ræðum þeirra d’Astier og frúar Piaggio. Þær voru, eins og þið vitið, fluttar á sunnudagskvöldi. Blöðin hafa í því tilefni skrifað um „óvænt atvik“, „undrun“ og „æsingu“. Og ég hef þegar hitt þó nokkra, sem minntust í veiðihug á „þrumur yfir Vínarborg“ —
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.