Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 115
ORÐSENDING TIL UNGS SKÁLDS
105
ljóðlist sé æ meir metafysisk! Þetta er að vísu rétt, en ekki er annað að
sjá en að þetta sé sá skáldskapur, sem hann hefur tekið upp hanzkann
fyrir, — þessi úrelta fornaldarheimspeki, sem gengur aftur í nútímalist.
Samt hef ég löngun til að álíta, að þótt S. D. hafi ekki enn tileinkað sér
marxistiskar lífsskoðanir, þá munu góðar gáfur hans og löngun hans til
þekkingarleitar, sem ég vil ekki efa að sé einlæg, verða honum heilla-
drjúgt veganesti.
Það er erfitt að taka mjög alvarlega fjálglegt tal um þróun lista á tím-
um félagslegrar hrörnunar. Auðvitað hefur margskonar þróun átt sér
stað og mun eiga sér stað. Þegar fólk fór almennt að lesa og skrifa, hlaut
t. d. að hefjast blómatími skáldskapar. Þess vegna stöndum við nú t. d.
framar flestum nýlenduþjóðum á þessu sviði, jafnvel þeim, sem eiga sér
einhverja menningararfleifð eins og við. Og arfleifð okkar hefur aukizt
með hverju skáidi, sem átti sinn persónulega streng og eitthvað jákvætt
til mála að leggja. Ný viðhorf, nýjar leiðir auka á víðsýni okkar og
þroska, en skáldið þarf tæplega að velja leiðir sínar í blindni. Jú, auð-
vitað getur því skjátlazt. En S. D. talar eins og fleiri um djarfar tilraun-
ir, sem hljóti oftast að misheppnast. Hvers vegna oftast? Þurfa allar nýj-
ar tilraunir að vera tóm asnaspörk út í bláinn, sem aðeins af tilviljun
geti hitt í mark?
Ég minntist hér að framan á menningararfleifð okkar íslendinga. Ég
sé ekki betur en við séum tilneyddir að byggja áframhaldandi menning-
arviðleitni á henni að verulegu leyti, þrátt fyrir allt það góða, sem við
getum fengið og viljum oftast gjarna fá annars staðar að. Aðeins á þeim
grundvelli getur þróun okkar í menningu, og sérstaklega í listum, orðið.
Ekki er veruleg ástæða til að ætla, að tízkubreytingar í list, sem svo mörg-
um hættir við að rugla saman við framþróunarhugtakið, verði þessum
menningargrundvelli okkar hættulegar. Sumar miða fram — aðrar öf-
ugt. En það er frekar en annarra hlutverk listamannsins sjálfs að vaka
yfir stefnunni. Og hann má ekki vera hræddur við að berjast fyrir mál-
stað sínum, gegn óvinum sínum og fólksins. En hann má ekki láta henda
sig þau glöp að sljóvga vopn sín í bardaga við vindmyllur. Og þó má
hann sízt af öllu beina þeim gegn samherjum sínum.
Reykjavík, 19. apríl 1953.