Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 33
KÍNVERSKA BYLTINGIN OG AIÞÝÐULÝÐVELDIÐ
23
ekkert slíkt komið til mála, Japanar færðu sig sífellt upp á skaftið og
lögðu undir sig fleiri og fleiri héruð án þess að Kuo-min-tang stjórnim
gerði neitt verulegt átak til að hindra þá.
Rússar litu þessa valdaaukningu Japana í Kína óhýru auga, endat
hafði lengi verið hinn mesti fjandskapur með þessum ríkjum og sam--
keppni um forræðið á þeim slóðum.
Rússneska ráðstjórnin tók nú að beita öllum sínum áhrifum til að-
sætta Kuo-min-tang stjórnina og kínversku kommúnistana til þess að
geta beitt hvorumtveggja gegn Japönum. Gerðust kommúnistar því fús-
ir til sátta, en Chiang-Kai-shek var mjög tregur til að eiga nokkuð ann-
að en illt við þá. í árslok 1936 var hann handtekinn af hershöfðingja
einum í Norður-Kína og neyddur til að hefja samninga við kommún-
ista. Tók núverandi utanríkisráðherra Kína Chu-En-lai þátt í þessum
samningum og vann af alefli að því að sættir tækjust og Chiang-Kai-
shek yrði látinn laus. Vorið 1937 var samningur gerður og gekk
her kommúnista í kínverska herinn sem sérstakur hluti. Við þetta styrkt-
ust samtök Kínverja gegn Japönum.
Um þessar mundir var hlé á stríðinu við Japan, en um sumarið 1937
hófu Japanir harða sókn og tóku margar mikilvægar borgir í Kína.
Kuo-min-tang stjórnin varð að hörfa til Chung-King, sem er langt inni í
landi í miklu fjalllendi. Hafði hún þar aðsetur til ársins 1945. Móti
öllum vonum Japana vörðust Kínverjar með mestu seiglu og datt ekki
í hug að gefast upp þrátt fyrir hina stórkostlegu ósigra. Á hinum víð-
lendu og þéttbýlu svæðum, sem Japanar lögðu undir sig mynduðust
heilir herir skæruliða, mestmegnis undir forystu kommúniáta, sem voru
æfðir í slíkum hernaði. En þrátt fyrir samningana var jafnan kaldur
kærleikur milli þeirra og Chiang-Kai-sheks, og kom það sér oft vel fyrir
Japana, sem blésu að kolunum eftir beztu getu. Meðan á styrjöldinni
stóð var lengi torvelt að sjá hvorir væru áhrifameiri í landinu, en það
kom síðar í ljós að ítök kommúnista fóru hraðvaxandi, einkum þar sem
skæruhernaður var rekinn gegn Japönum, en Kuo-min-tang stjórnin
var óvinsæl af fjöldanum vegna spillingar í fjármálum og stuðnings
við hina auðugu jarðeigendur og erlenda auðmenn. í lok styrjaldar-
innar var vesturveldunum ljóst að kommúnistar voru í miklum upp-
gangi, og reyndu þau að sætta þá og Kuo-min-tang stjórnina, en Chiang-
Kai-shek og margir aðrir miklir áhrifamenn vantreystu kommúnistum