Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 107
ÞJÓÐIR OG TUNGUMÁL
97
innan þessa flokks keltneskra mála, er kallast brezku málin, sem enn er
nokkuð talað og þekkt. Til dæmis ritar Richard Llewellyn á því máli, en
meðal bóka hans er Grænn varstu dalur, sem kom út á íslenzku fyrir
nokkru. — Loks er þriðji flokkur keltneskra mála, gallverskan, sem er
löngu útdauð og fátt eitt vitað um, en hana töluðu meðal annars Gallar
þeir, er Sesar barðist við forðum.
Eitt af því, sem gerir keltnesk mál einna óaðgengilegust til náms, eru
breytingar þær, sem samhljóð taka í upphafi orða eftir föstum reglum.
Þær breytingar fara eftir því, á hvaða hljóði undanfarandi orð endaði
einhvern tíma aftur í grárri forneskju. Til dæmis er eignarfomafn
þriðju persónu á írsku a, að minnsta kosti stundum, en í stað þess að
þetta orð breytist sjálft við það að tákna karlkyn, kvenkyn eða fleir-
tölu (hans, hennar, þeirra), breytist upphaf eftirfarandi orðs. „Vinur
hans“ er á írsku a cara (k-hljóð), „vinur hennar“ a chara, og „vinur
þeirra“ a gcara (g-hljóð). Og „öxi“ er á írsku tál, thál eða dtál eftir
því, hvort sagt er „öxin hans, öxin hennar“ eða „öxin þeirra“.
Annað sérkenni írskrar tungu er það, að flestar algengari sagnir hafa
tvær myndir, eftir því, hvort þær standa í neitandi setningu eða já-
kvæðri. Stundum eru þessar myndir svo mismunandi, að enginn skyld-
leiki er sjáanlegur við fyrstu sýn öðrum en sérfræðingum, en mismunur-
inn er samt reglubundinn.
írskan er eitt þeirra lifandi Evrópumála, sem á sér fornar bókmennt-
ir, og eru hinar elztu þeirra eldri en íslenzkar fornbókmenntir. Staf-
setning írskunnar á það sammerkt okkar stafsetningu, að hún er mjög
fyrnd og byggir mjög á uppruna orðanna, svo að framburðurinn er
töluvert fjarlægur stafsetningunni. írar leggja mikla áherzlu á að vernda
hina fornu tungu sína, og meðal Kelta er baráttan fyrir verndun móð-
urmálsins jafnframt barátta fyrir stjórnarfarslegu sjálfstæði. Hefur
þeim á seinni tímum orðið vel ágengt, og samúð almennings með þess-
ari baráttu fer vaxandi.
íslenzk tunga hefur þegið ýmis orð úr keltneskum málum, svo sem
örnefni, mannsnafnið Kjartan, nokkur hversdagsleg orð eins og parr-
aka (fé), brekán (rúmábreiða) og grjúpán (bjúga).
Tímarit Máls og menningar, 1. h. 1953
7