Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 107
ÞJÓÐIR OG TUNGUMÁL 97 innan þessa flokks keltneskra mála, er kallast brezku málin, sem enn er nokkuð talað og þekkt. Til dæmis ritar Richard Llewellyn á því máli, en meðal bóka hans er Grænn varstu dalur, sem kom út á íslenzku fyrir nokkru. — Loks er þriðji flokkur keltneskra mála, gallverskan, sem er löngu útdauð og fátt eitt vitað um, en hana töluðu meðal annars Gallar þeir, er Sesar barðist við forðum. Eitt af því, sem gerir keltnesk mál einna óaðgengilegust til náms, eru breytingar þær, sem samhljóð taka í upphafi orða eftir föstum reglum. Þær breytingar fara eftir því, á hvaða hljóði undanfarandi orð endaði einhvern tíma aftur í grárri forneskju. Til dæmis er eignarfomafn þriðju persónu á írsku a, að minnsta kosti stundum, en í stað þess að þetta orð breytist sjálft við það að tákna karlkyn, kvenkyn eða fleir- tölu (hans, hennar, þeirra), breytist upphaf eftirfarandi orðs. „Vinur hans“ er á írsku a cara (k-hljóð), „vinur hennar“ a chara, og „vinur þeirra“ a gcara (g-hljóð). Og „öxi“ er á írsku tál, thál eða dtál eftir því, hvort sagt er „öxin hans, öxin hennar“ eða „öxin þeirra“. Annað sérkenni írskrar tungu er það, að flestar algengari sagnir hafa tvær myndir, eftir því, hvort þær standa í neitandi setningu eða já- kvæðri. Stundum eru þessar myndir svo mismunandi, að enginn skyld- leiki er sjáanlegur við fyrstu sýn öðrum en sérfræðingum, en mismunur- inn er samt reglubundinn. írskan er eitt þeirra lifandi Evrópumála, sem á sér fornar bókmennt- ir, og eru hinar elztu þeirra eldri en íslenzkar fornbókmenntir. Staf- setning írskunnar á það sammerkt okkar stafsetningu, að hún er mjög fyrnd og byggir mjög á uppruna orðanna, svo að framburðurinn er töluvert fjarlægur stafsetningunni. írar leggja mikla áherzlu á að vernda hina fornu tungu sína, og meðal Kelta er baráttan fyrir verndun móð- urmálsins jafnframt barátta fyrir stjórnarfarslegu sjálfstæði. Hefur þeim á seinni tímum orðið vel ágengt, og samúð almennings með þess- ari baráttu fer vaxandi. íslenzk tunga hefur þegið ýmis orð úr keltneskum málum, svo sem örnefni, mannsnafnið Kjartan, nokkur hversdagsleg orð eins og parr- aka (fé), brekán (rúmábreiða) og grjúpán (bjúga). Tímarit Máls og menningar, 1. h. 1953 7
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.