Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 88
78
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
þar til ekki var annað eftir en ráðstjórnarfulltrúarnir. Þegar að Vínar-
ráðstefnunni kom, létu þeir einnig greipar sópa um gestina. Sjáið þið
til, það er ekki hægt að þverfóta fyrir ráðstjórnarlýð.
Hér er minn fyrsti vitisburður: Svo er mál með vexti, að þeir menn,
sem ég hitti í Varsjá, voru ef til vill róttækir að nafninu til, en þeir
voru sannir menn, sem vissu hvað þeir vildu, lifandi menn, ekki menn
sem hafðir eru að handbendi.
Nú, en hvað sem öllu þessu líður, þá var vinum mínum vel kunnugt,
að ég var ekki leigupenni — og þeir þekktu mig. Hvað sögðu þeir þá
við mig?
Að ég mundi verða einn.
Að ég yrði ekki frjáls.
Að ég yrði blekktur.
Eg segi ykkur þetta vegna þess, að ég ímynda mér að aðrir hafi orð-
ið fyrir sömu vinahótum, en hefðu ef til vill komið að öðrum kosti.
Þeir sögðu við mig: Þarna verða róttækir að nafninu til, falskir
erkibiskupar, og síðan þú. Og hvers verður þú megnugur gegn öllum?
Þeir láta þig skrifa undir hvað sem er, og ef þú nú skrifar samt ekki
undir, hversu einn verður þú ekki. Þú verður aldrei annað en eitt at-
kvæði gegn samhljóða heild.
Ég sagði: Og hvað þá um tryggingarnar, sem okkur eru gefnar.
Og þeir fóru að hlæja.
Tryggingarnar? Þær voru í fyrsta lagi of fagrar, þær gátu ekki geng-
ið. Það er talað um að taka tillit til allra skoðana án þess að grípa til
meirihlutaaðstöðunnar. Það er allt of fallegt.
Og okkar á milli sagt, ætlið þér að bera fram spurnir varðandi stjórn-
arháttu innan Ráðstjórnarríkjanna og Austur-Evrópuríkjanna?
Ég svaraði því neitandi, kvaðst ekki sjá ástæðu til þess. A meðal okk-
ar er viss hópur manna, sem heldur að eina sambandið, sem við getum
haft við Ráðstjórnarríkin, sé að gagnrýna við fulltrúa þeirra innan-
landsástandið í þessum ríkjum. Ég álít, að ef menn vilja finna leiðir
til að sætta hin tvö miklu efnahags- og stjórnarkerfi nútímans, þá sé
það happadrýgst að leita þess, sem sameinar en ekki hins, sem sundrar,
og blanda sér ekki í stjórnarfar landanna.
Já, segja þeir. En það sem varðar mestu: Yður verður ekki leyft að
tala.