Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Blaðsíða 110
100
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR
vegna kemur ekki að sök, þótt við berum það ekki fram sérstaklega
skýrt né afmarkað. Það misskilst ekki, jafnvel ekki hjá þeim, sem eru
blestir á s-inu. — Að vísu eru til fleiri tegundir s-hljóðs t. d. í ensku
og norsku og sænsku en í íslenzku, en skýrastur verður munurinn í
slafneskum málum. Þeir, sem eru óvanir þessum hljóðum, heyra engan
mun þeirra eða lítinn.
í sumum slafneskum málum, svo sem tékknesku og pólsku, er áherzlan
reglubundin, í tékknesku á fyrsta atkvæði og pólsku á næstsíðasta, en
t. d. í rússnesku er hún mjög óregluleg, getur í sumum orðum verið á
fyrsta atkvæði í nefnifalli og síðasta atkvæði í eignarfalli. Sama mun
vera að segja um serbnesku og króatísku. Slafnesk mál hafa yfirleitt
sex og sjö föll, nema búlgarskan, sem hefur aðeins eitt og fáar leifar
annarra falla. Hún hefur líka þá sérstöðu innan slafneskra tungna, að
hún ein þeirra hefur greini. Hinar allar skortir bæði óákveðinn og á-
kveðinn greini. Þá er notuð sama orðmyndin, hvort sem sagt er maður
eða maðurinn, bók eða bókin, og ber ekki á, að það valdi misskilningi.
Tékkneskan mun vera eina slafneska málið, þar sem lengd sérhljóða
skiptir nokkru máli fyrir merkingu orða.
í slafneskum málum ber jafnvel meira á því en í öðrum málaflokk-
um, að raðað sé saman mörgum samhljóðum — og þeir allir bornir
fram, engum sleppt úr. Það verkar óneitanlega dálítið undarlega á eyru
íslendinga að heyra borið fram v-g-l-a-d í einu atkvæði, en að vísu
verður það miklu auðveldara, þegar öll hljóðin eru rödduð, og væri
raunar ógerlegt í íslenzku, þar sem bæði g og d eru venjulega órödduð
í íslenzkum framburði.
Til gaman má geta þess, að í rússnesku hafa verið tekin upp orð,
sem ættuð eru úr íslenzku. T. d. er rússn. krjúk komið úr ísl. krókur
og merkir krók, t. d. dyrakeng. í sumum mállýzkum er notað orðið
kortel, um mussur kvenna, en það er dregið af hinni frumnorrænu
mynd orðsins kyrtill. Og í mállýzkunni, sem töluð er í héraðinu um-
hverfis Arkhangelsk, er notað votty um belgvettlinga. Það er raunar
ekki annað en norræna orðið vettir, eða öllu heldur eintölumyndin
v'öttuT. Þetta sýnishorn verður að nægja um íslenzk tökuorð í öðrum
málaflokkum.
Einn flokkur Evrópumála er oft talinn skyldari slafneskum málum
en öðrum. Það er baltnesku málin, litavíska sem töluð er í Lithauga-