Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 110

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 110
100 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR vegna kemur ekki að sök, þótt við berum það ekki fram sérstaklega skýrt né afmarkað. Það misskilst ekki, jafnvel ekki hjá þeim, sem eru blestir á s-inu. — Að vísu eru til fleiri tegundir s-hljóðs t. d. í ensku og norsku og sænsku en í íslenzku, en skýrastur verður munurinn í slafneskum málum. Þeir, sem eru óvanir þessum hljóðum, heyra engan mun þeirra eða lítinn. í sumum slafneskum málum, svo sem tékknesku og pólsku, er áherzlan reglubundin, í tékknesku á fyrsta atkvæði og pólsku á næstsíðasta, en t. d. í rússnesku er hún mjög óregluleg, getur í sumum orðum verið á fyrsta atkvæði í nefnifalli og síðasta atkvæði í eignarfalli. Sama mun vera að segja um serbnesku og króatísku. Slafnesk mál hafa yfirleitt sex og sjö föll, nema búlgarskan, sem hefur aðeins eitt og fáar leifar annarra falla. Hún hefur líka þá sérstöðu innan slafneskra tungna, að hún ein þeirra hefur greini. Hinar allar skortir bæði óákveðinn og á- kveðinn greini. Þá er notuð sama orðmyndin, hvort sem sagt er maður eða maðurinn, bók eða bókin, og ber ekki á, að það valdi misskilningi. Tékkneskan mun vera eina slafneska málið, þar sem lengd sérhljóða skiptir nokkru máli fyrir merkingu orða. í slafneskum málum ber jafnvel meira á því en í öðrum málaflokk- um, að raðað sé saman mörgum samhljóðum — og þeir allir bornir fram, engum sleppt úr. Það verkar óneitanlega dálítið undarlega á eyru íslendinga að heyra borið fram v-g-l-a-d í einu atkvæði, en að vísu verður það miklu auðveldara, þegar öll hljóðin eru rödduð, og væri raunar ógerlegt í íslenzku, þar sem bæði g og d eru venjulega órödduð í íslenzkum framburði. Til gaman má geta þess, að í rússnesku hafa verið tekin upp orð, sem ættuð eru úr íslenzku. T. d. er rússn. krjúk komið úr ísl. krókur og merkir krók, t. d. dyrakeng. í sumum mállýzkum er notað orðið kortel, um mussur kvenna, en það er dregið af hinni frumnorrænu mynd orðsins kyrtill. Og í mállýzkunni, sem töluð er í héraðinu um- hverfis Arkhangelsk, er notað votty um belgvettlinga. Það er raunar ekki annað en norræna orðið vettir, eða öllu heldur eintölumyndin v'öttuT. Þetta sýnishorn verður að nægja um íslenzk tökuorð í öðrum málaflokkum. Einn flokkur Evrópumála er oft talinn skyldari slafneskum málum en öðrum. Það er baltnesku málin, litavíska sem töluð er í Lithauga-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.