Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 80
70 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR mestur hluti þess fjár, sem imglingar afla sér með þjófnaði eða ránum, fer til brennivínskaupa. Það er þá löngunin í vín, sem veldur afbrotinu. f öðru lagi hafa unglingar, og líka fullorðnir, minni stjórn á gerðum sínum drukknir en ódrukknir og gera þá margt, sem þeir mundu láta ógert væru þeir ófullir, stela, brjótast inn í hús, ráðast á fólk o. s. frv. Það eru þá áhrif vínsins á unglinginn, sem neytir þess, sem valda af- brotinu. Hér hafa nokkrar af helztu orsökum afbrota verið ræddar. Mest er stuðst við erlendar rannsóknir. Aður er drepið á það, að menningar- gerð og félagslegar aðstæður í ýmsum þjóðfélögum geti verið ólíkar og þetta hvorttveggja geti orkað á afbrotahneigð. Orsakir afbrota þurfa því ekki að vera nákvæmlega þær sömu allstaðar. Enn sem komið er hefur engin tölufræðileg eða sálfræðileg rannsókn verið gerð á afbrot- um íslenzkra barna og unglinga og orsökum þeirra. Slíka heildarrann- sókn er nauðsynlegt að framkvæma hér í Reykjavík. Niðurstöður henn- ar mundu verða þeim mönnum til ómetanlegrar leiðbeiningar, sem vinna að því að hindra afbrot barna og unglinga og hjálpa þeim, sem eru komnir út á afbrotabrautina til að komast á rétta leið aftur. Rannsókn þessi mundi að vísu kosta nokkurt fé og fyrirhöfn. Rann- sókn, sem einn maður ynni að í 2—3 ár, ætti þó að geta komið að miklum notum. Þar til hún hefur verið gerð munu margar ráðstafanir okkar til að ráða bót á þessu vandamáli verða nokkuð handahófskennd- ar. IV Hér skal nú rætt, hvað gera má, þegar unglingur verður vís að af- broti, til að hindra, að hann fremji afbrot oftar. Greina má á milli tveggja ólíkra flokka afbrotaunglinga, þeirra sem fremja afbrot af tilviljun eða vegna augnabliks orsaka, og þeirra sem fremja afbrot vegna orsaka, sem eiga sér djúpar rætur, hafa grafið um sig lengi og munu halda því áfram sé ekkert að gert. Nákvæm sálfræði- leg rannsókn á barninu og rannsókn á félagslegu umhverfi þess mun ávallt leiða í ljós í hvorum flokknum það á heima. Sé það af þeim fyrrnefnda, er bezt að gera sem minnst í tilefni af brotinu. Sé það af þeim síðarnefnda, er nauðsynlegt að grafast fyrir um allar orsakir þess, að þetta barn er afbrotabarn, og reyna að nema í burt sem flestar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.