Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Side 89
í VÍN SÁ ÉG FRIÐINN 79 Þarna er, því miður, kjarninn í hugmyndum þeirra: Ég fór til að tala um gagnkvæman skilning og þeir neituðu að fylgja mér af því að þeir treystust ekki til að sundra samkomunni. Þér verðið blekktur, sögðu þeir. Þér verðið látinn skrifa undir skjöl, sem búið er að loka vandlega innan í umslagi, þér sjáið ekkert af þeim, þér haldið að þau séu ósaknæm, og fyrr en varir uppgötvið þér svo, að þér hafið skrifað undir afsláttarskjal, en þá er allt um seinan. í stuttu máli sagt: Þeir voru hrœddir. Og þess vegna er það, að við höfum orðið vitni að því, að fólk sem árum saman hefur predikað rift- un Atlantshafssamningsins, efnahagslega skipulagningu Vestur-Evrópu, endurupptöku verzlunarsambands við Austur-Evrópulöndin og endur- gildingu samnings Frakka við Ráðstjórnarríkin, hefur neitaS að fara til Vínar, þegar það einmitt átti þess kost að hitta aðra Evrópubúa og ræða vandamálin við fulltrúa frá Ráðstjórnarríkjunum og Austur-Evrópu- löndunum. í stuttu máli sagt: Ég lagði upp klyfjaður heilræðum. Og ég sver ykkur það, að ég hefði heldur viljað vera sendur af tíu þúsund sam- huga mönnum en að bera þannig með mér andstæðar vonir og ótta auðhræddra manna, sem vilja frið án þess að hafa enn skilið að það verður að skapa hann. Og ég kom til Vínar. Þar varð ég fyrir stórkostlegri reynslu. Ég hef lifað þrjár slíkar síðan ég komst til fullorðinsára., þrjár, sem í einu vet- fangi færðu vonina með sér: Þjóðfylkingin 1936, lausnin undan oki nazismans og friðarþingið í Vín. Ég gæti lengi talað við ykkur um þessa stórkostlegu reynslu, en ég ætla að láta nægja að segja frá einum þætti hennar. Ég las í Vín þessi orð, sem einn af ráðherrum okkar hefur viðhaft í blaðamannasam- kvæmi: Sannleikurinn á að vera hin gullna regla blaðanna. En á þeirri sömu stundu og klukkustund eftir klukkustund, að segja má, rak ég mig áþreifanlega á lygar blaðanna. Það voru kerfisbundn- ar lygar, fjarstæðukenndar, óskammfeilnar, og vöktu enn meiri and- styggð okkar fyrir það, að við sáum á hverjum degi andlit þeirra, sem bjuggu þær til, blaðamannanna. Ykkur finnst ég ef til vill barnalegur, en ég hef lengi vitað, að þessi blöð ljúga. Svo kann jafnvel til að bera, að maður geti lesið skýrum stöfum sannleikann í gegnum lygina. En jafnvel þótt menn fyllist vand-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.