Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 66
56 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Upp frá því var Arnfinnur vakinn og sofinn að vinna fyrir flokkinn. Stundum var þetta erfitt og jafnvel vanþakklátt verk. Jafnvel þótt flokk- urinn þreyttist aldrei á að stagast á kjörorðum sínum, þegnskapur og ábyrgðartilfinning, voru ýmsir óþroskaðir flokksmenn, sem efuðust um gildi þeirra eða þrjózkuðust við að taka þau j afnbókstaflega og vera bar. Einkum vildi þetta við brenna, þegar flokksmönnunum fannst að flokkurinn væri að skipta um stefnu. Þá féll það jafnan í hlut Arnfinns að ferðast um kjördæmið þvert og endilangt og sannfæra flokksmenn- ina um að nýja stefnan væri jafnvel enn betri en sú gamla og með því að hnika stefnunni svolítið til væri flokkurinn einmitt að sýna enn meiri þegnskap og ábyrgðartilfinningu en hann hafði nokkurntíma áður gert. Ábyrgir stjórnmálamenn geta stundum verið fljótir að snúa við snældunni sinni. Þegnskapur og ábyrgðartilfinning flokksins, sem fram að þessu hafði aðallega miðazt við velferð ríkisins, hafði fyrirvaralaust og af mikilli skyndingu verið flutt yfir á alþjóðlegan vettvang. Arnfinni barst einmitt tilkynning frá flokknum þar að lútandi í rökkrinu þetta kvöld. Pósturinn hafði flutt honum mikið ábyrgðarbréf frá flokknum og víst var það, að aldrei hafði meiri ábyrgð verið lögð Arnfinni á herðar en sú, er fólst í því að framkvæma fyrirskipanir þessa bréfs. Efni þess var í stuttu máli á þessa leið: Rússar voru komnir í stríð við frændur okkar Finna. Öllum íslendingum bar að sýna þegnskap sinn og ábyrgðartilfinningu með því að vera á móti Rússum og styðja frændur sína Finna. Flokkurinn gekkst fyrir því að láta fara fram alls- herjar skoðanakönnun um land allt, til þess að ganga úr skugga um hverjir væru á móti Rússum og hverjir ekki. Hún skyldi framkvæmd á þann hátt að hefja án tafar allsherjar söfnun til styrktar Finnum og þeir sem ekki vildu leggja fé af mörkum í þessu skyni áttu að skoðast sem óþj óðhollir óábyrgir menn og setjast utangarðs við þjóðfélagið. Klukkustund eftir að Arnfinnur hafði fengið þetta bréf var hann kominn af stað, staðráðinn í því að framkvæma fyrirskipanir flokksins til hins ýtrasta, enda þótt hann hefði aldrei komið nærri utanríkispóli- tík fyrr. Það var aðeins eitt, sem olli honum dálítilla heilabrota, þegar hann reið fram sveitina þetta desemberkvöld. ■ ■ Flokksstjórninni hafði alveg láðst að taka fram, með hvaða ráðum hann ætti að koma þeim út fyrir garð þjóðfélagsins, sem kynnu að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.