Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 36

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Síða 36
26 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR: félagsháttum og nota þau sem varnarvirki gegn mikilvægum breyting- um á stjórnarfyrirkomulagi hlutaðeigandi landa. Kínverjar líta á stjórn- arlög sín sem ákvæði um störf og valdsvið stjórnarinnar á yfirstand- andi tíma. Foringi kínverskra kommúnista, Mao-Tse-tung, hefur í bók sinni um hið nýja lýðræði í Kína lýst eðli ríkisvaldsins á þessa leið: „Kínverska byltingin er hluti af heimsbyltingunni. Hið fyrsta stig hennar er sam- kvæmt hinu félagslega eðli hennar lýðræðisleg borgarabylting, — en hún er ekki nýjasta sósíalistíska öreigabyltingin, sem gerð hefur verið,. enda þótt hún sé fyrir löngu orðin hluti af hinni sósíalistísku heims- byltingu öreiganna og sé nú sem stendur bæði mikilvægur hluti heims- byltingarinnar og öflugur bandamaður hennar.“ Vegna þess að þetta kann að vera dálítið óljóst vil ég bæta því við að Mao á hér við, að samfara kínversku byltingunni, sem enn sé borgaraleg bylting, fari annarsstaðar í heiminum t. d. í Rússlandi fram öreigabylting, sem sé í bandalagi við kínversku byltinguna, þótt þær standi á ólíku stigi. Ennfremur segir hann: „Hið fyrsta skref þessarar byltingar er vissulega ekki og getur vissulega ekki verið gert til þess að koma á auðvaldsþjóð- skipulagi undir alræði kínversku borgarastéttarinnar, heldur til þess að stofna til nýs lýðræðisþjóðfélags undir sameiginlegu alræði allra bylt- ingarsinnaðra stétta í Kina undir forystu hins kínverska öreigalýðs. Eftir að hafa gengið í gegnum þetta fyrsta stig mun þjóðfélagið verða látið þróast yfir á næsta stig, en á því stigi verður stofnað til sósíalist- ísks þjóðfélags í Kína.“ Samkvæmt þessu ætlast Mao-Tse-tung til þess að öreigalýðurinn leiði kínversku þjóðina í gegnum hið smáborgaralega lýðræðisstig yfir í sós- íalismann. Það er höfuðhlutverk hins kínverska ríkisvalds að hafa yfir- stjórn þeirra framkvæmda, sem gerðar eru í því skyni að stofna sósíal- istískt þjóðfélag og leiða þjóðina að því takmarki. Helztu framkvæmd- ir sem ráðstefnan fól stjórninni voru að gera allt sem í hennar valdi stæði til þess að sameina allt Kínaveldi, leysa öll lönd þess undan er- lendu oki og afnema öll fríðindi erlendra manna. Annað helzta hlutverk stjórnarinnar skyldi vera að taka eignarnámi hluta af fjármagni auð- kýfinga og auðfélaga eftir ákveðnum reglum, svo og lendur lands- drottna og skipta þeim milli bænda og annars sveitafólks, er skorti jarðnæði. En jafnframt er henni falið að vernda eignarrétt ríkis og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.