Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 106

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Page 106
96 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR en er þó talin skyldust ýmsum tungum, sem talaðar eru í Kákasus, milli Svartahafs og Kaspíhafs. Hins vegar er bretónskan á Bretagne- skaga keltneskt mál, eitt þeirra mörgu, sem eiga í vök að verjast fyrir áhrifum tungna þeirra, er ríkisvaldið notar í hverju landi, og hún er ekki viðurkennd til opinberrar notkunar. V Keltnesk mál Keltneskum málum er skipt í nokkra undirflokka, gelísk mál, brezk mál og gallversku. Til gelískra tungna teljast írska, skozka og manx, hin forna tunga eyjarskeggja á Mön, er liggur milli írlands og Eng- lands. Fyrrum voru Keltar miklu útbreiddari suður og austur um Evrópu, og keltnesk örnefni þekkjast allt austur undir Svartahaf. T. d. er heiti Galatíu í Litlu-Asíu af keltneskum uppruna. Fáum öldum eftir fæðing Krists hafa Keltarnir samt glatað þjóðlegum sérkennum sínum og tungu í þjóðahafinu í Evrópu. Um þessar tungur er annars mjög lít- ið kunnugt. Á Bretlandseyjum urðu örlög keltnesks þjóðernis öll önnur. Gelísku málin (einn flokkur hinna keltnesku) haldast enn bæði á eynni Mön, meðal Há-Skota og í írlandi, þar sem írskan á að fagna sívaxandi gengi. Hún varð þó fyrir nokkrum áhrifum af latínu, eftir að landið kristnaðist, og norrænu, aðallega hvað orðaforða snerti. Fyrir fimmtán öldum eða fyrr tóku Keltar á Bretlandseyjum sig upp og fluttust til meginlandsins í hópum og settust að þar, sem nú heitir Bretagneskagi í Frakklandi. Þeirra tunga var önnur en íranna og er nú nefnd bret- ónska, en hún telst til brezka flokksins innan keltneskra mála, eins og kymbríska (í Wales), korníska og piktneska. Piktneskan var fyrrum töluð í Skotlandi, en er nú glatað mál, þótt hún þekkist í nokkrum ör- nefnum, meðal annars íslenzkum (Kumbaravogur, Katanes, Papey o. fl.). Á þeim tímum nefndust íbúar Skotlands Piktar. Korníska var til í Cornwall á Englandi fram á 18. öld. Árið 1777 dó síðasta mann- eskjan, er talaði þá tungu, 102 ára gömul kona í Mousehole í Corn- wall. Kymbríska (ensku: welsh) er að frátalinni bretónsku eina málið
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.