Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Side 40

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1953, Side 40
30 TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR Kína og var því ekki neinn grundvöllur fyrir baráttuaðferðum, sem jafnaðarmenn í vestrænum lýðræðislöndum notuðu með góðum ár- angri. Verkalýðshreyfing Kínverja hefur því allt frá upphafi verið kommúnistísk. Stjórnin hlynnir líka meira að verkamannastéttinni en nokkurri annarri, og fara kommúnistar ekki í launkofa með að verka- menn eigi í framtíðinni að vera aðalstéttin og ráða mestu um málefni ríkisins. Auk þessara tveggja höfuðstétta er sú þriðja, sem stendur að mjög miklu leyti undir áhrifum kommúnista og hefur hag af að fylgja þeim að málum. Það eru hinir svokölluðu smáborgarar, sem eru allfjölmenn- ir í Kína. Gerir stjórnin mikið til að vinna fylgi þeirra, og lengi hefur verulegur hluti þessarar stéttar haft samúð með kommúnistum, t. d. eru margir af félögum sjálfs Kommúnistaflokksins upprunnir úr smáborg- arastéttinni. Meginhluti stéttarinnar er líka svo fátækur að hann hefur hag af því að starfa fyrir það opinbera. Kommúnistar hafa líka treyst vináttusambandið við þá með því að láta þá fá fulltrúa í margskonar stjórnum og ráðum, enda hræðast þeir ekki að þessi stétt leiði þá frá réttri stefnu. Fjórða stéttin, sem stjórnin hefur samband við, eru hinir svokölluðu þjóðlegu borgarar, en það eru efnaðir atvinnurekendur, sem gengið hafa í vináttusamband við kommúnista og hafa hlotið pólitísk réttindi og áhrif, sem svara til styrkleika þeirra. Ég hygg þó að þessi stétt sem heild geti varla verið mjög hrifin af sambandinu, því að kommúnistar fara ekki dult með að þeir ætli að afnema hana með öllu, þegar þeim þykir tími til kominn. En þeir vilja þó taka hana í þjónustu hins opin- bera smám saman. En borgararnir, sem sjá að þeir hafa engan afla til andstöðu, telja það tryggast að hafa samvinnu við hana, enda telja margir afkomu sína öruggari í þjónustu ríkisins en með einkarekstri við ótrygg skilyrði. Við ísleifur Högnason hittum að máli einn slíkan borgara. Hann átti kornmyllu, hafði áður keypt korn af bændum, malað það og selt kaupmönnum. í borgarastyrjöldinni hafði hann verið mjög hræddur við kommúnista og komið peningum undan til Hong-Kong og reynt að koma vélunum úr myllunni sömu leið, en það tókst þó ekki vegna flutningaörðugleika. Þegar kommúnistar komu til valda reyndust þeir ekki eins hræðilegir og hann hafði haldið. Þeir létu hann halda kornmyllunni, og þegar friðurinn og framfarirnar komu græddist hon-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.