Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 14

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 14
Tímarit Máls og menningar „Víetnam er okkur ekkert sérstaklega mikils virði sem púnktur í hernaSarkerji okkar, og ekki einusinni sem pólitísk bœkistöð. Það er okkur mikilsvert sem prófverkefni ... Við erum að reyna að komast eftir þvi hér, hvernig herveldi slíkt sem okkar getur sigrað í átökum af þessu tagi. Hvernig ríki sem hejur yjir að ráða geysilegu hernaðarafli en litlum pólitískum styrk á tilteknu landsvœði, getur sigrað andstœðing sem er veikur hernaðarlega en rœður yfir miklu pólitisku afli. Okkur er kannski engin lífsnauðsyn að leysa þennan vanda hér. En hérna þurfum við að lœra hvemig á að leysa hann á þýðingar- miklum svœðum í Asíu, Afríku og einkum í Suður-Ameríku. Hérna verðum við að grafa upp þann leyndardóm sem geri okkur fœrt að sigrast á uppreisn kommúnista í Venezúela, Brasilíu eða Guatemala.“1 Þessi yfirlýsing er æskilega skýr. Skæruliðarnir í Guatemala, Panama, Venezúela, Kongó, og kannski einnig í Suður-Afríku vita hvers þeir mega vænta eftir lýsingunum á hinum hugvitsamlegu fjöldamorðs- og gjöreyðingarvopnum sem verið er að prófa í Víet- nam. Niirnberg var ekki annað en ómerkileg leiksýning! Þó að þessi yfirlýsing sé valin hér vegna þess að hún er opinská er langt frá þvi að hún sé einsdæmi. Margir valdamiklir Bandaríkjamenn og áhrifamikil málgögn hafa látið í ljós með dálítið duldara orðalagi nákvæmlega sömu kenningu. Goldwater, sem var hinn raunverulegi sigurvegari í síðustu forsetakosningum í Bandaríkjunum, hefur nýlega skýrt þessa kenningu enn betur þegar hann sagði að vald Bandaríkjanna bæði heimilaði þeim og skyldaði þá til að gerast allsherjarlögregla heimsins; það væri hlutverk þeirra nú að skapa heiminum nýtt friðartímabil með valdi sínu, rétt eins og Bretar hefðu rækt það hlutverk, þegar vald þeirra var mest, að friða allan heiminn. Orðið „frið“ nota þessir menn í mjög sérstakri merkingu. Friður var á Kúbu undir oki Batista, og í Dómíníska lýðveldinu meðan Trujillo réði, og það er friður í Suður-Afríku. En ef þjóð byrjar byltingu til að létta af óbærilegu kúgunaroki þá er það ófriður. Þetta hefur gerzt í Vietnam og þetta gerðist í Dómíníska lýðveldinu um daginn. En hver bylting sem Bandaríkjadátum tekst að berja niður er sama sem tilskipun frá Bandaríkjastjóm til heimsins: „Allar byltingar, sem Bandaríkjastjórn blessar ekki, eru dauðadæmdar. Engar byltingar munu takast, nema þær „byltingar" sem C.I.A. stendur að.“ í þessari kenningu er ekkert rúm fyrir þjóðarvilja, það er að segja iýðræði. Hið tæknilega, óhlutræna orðalag í tilvitnuninni hér á undan er harla merkilegt tákn um ómannlegt viðhorf handarískra herjálka: Bandarfkin hafa yfir að ráða geysilegu hernaðarafli en litlum pólitískum styrk; þeim er lífsnauðsyn að læra að sigra andstæðing sem er veikur hernaðarlega, en rœður yfir miklu pólitísku afli. í bandarísku Sjálfstæðisyfirlýsingunni er talað um rétt þjóða til að afnema stjómarform sem er orðið skaðlegt. Þar segir að það sé raunar varla hyggi- iegt að kollvarpa hefðgrónu stjómarfari fyrir litlar sakir, enda sýni reynslan að menn séu fúsari til að bera þjáningar meðan þær em bærilegar en að afnema stjórnarform sem þeir hafi vanizt. En þegar langur slóði óhæfu- og gjörræðisverka sýni áform stjómendanna um að hneppa þjóð í fjötra harðstjóraar, þá sé það ekki aðeins réttur heldur skylda þjóðar- innar að steypa slíkri stjóm. Einkennilega óslitgjörn orð eins og fleira í þessu gamla 1 Nouvel Observateur 29. apríl. Tilvitnunin er í grein eftir Jean Lacouture, sem er einn af reyndustu og virtustu stjómmálaskýrendum meðal franskra blaðamanna. Hinn háttsetti embættismaður er ekki nefndur með nafni. 4
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.