Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 16
Tímarit Máls og menningar
Vestur-Evrópu sem þarf ekki að blyg'ðast sín vegna stuðnings við ofbeldismennina í
Washington.
Það þarf kannski mörg ár til að Bandaríkjamenn læri þá lexíu sem Frakkar virðast nú
hafa lært, og kannski læra þeir hana ekki fyrr en um seinan, eða ekki fyrr en það stjómar-
form sem nú er við lýði í Bandaríkjunum verður orðið óbærilegt, og bandaríska þjóðin
tekur Sjálfstæðisyfirlýsinguna aftur í gildi. Hvað sem því líður, og enda þótt Víetnam-
stríðið sé sennilega aðeins undirbúningur margra bandarískra styrjalda, þá slá nú ekki
aðeins hjörtu allra róttækra manna heldur æ fleiri frjálslyndra manna um allan heim
með hinum „hemaðarlega veiku“ skæruliðum í Víetnam sem heyja ójafnan leik við
sterkasta herveldi heimsins. Óhrekjandi vottur um hinn mikla „pólitiska styrk“ sem
bandarískri herfræði gengur svo illa að læra að sigrast á, er hin sívaxandi mótmæla-
hreyfing í Bandaríkjunum sjálfum, sterkasta andstaða gegn heimsveldisstefnu Banda-
ríkjanna sem hingað til hefur risið í því landi. Þessi andstaða er vissulega mikið fagn-
aðarefni, þó enn sé engu hægt að spá um það hve vel hún muni duga. Hún minnir oss
á þá aldagömlu lýðræðislegu erfð sem einusinni var framlag Bandaríkjanna til heims-
menningarinnar og einhvemveginn á enn lifandi rætur þrátt fyrir það að hún hefur verið
margdrepin og grafin og gerð að lygatuggu og auglýsingaskilti heimsræningjanna, þeirra
sem „einir allra gimast auð og örbirgð af jafn-mikilli ákefð; stela, myrða, ræna og kalla
það forræði, leggja lönd í eyði og kalla það frið“, eins og mælt var fyrir nærri nítján
öldum um heimsræningja þess tíma. — Skemmtilegra væri að lifa á Islandi ef það al-
menningsálit sem ætla má að meirihluti íslenzks blaðakosts sé fulltrúi fyrir, treysti sér
til að styðja þessa Bandaríkjamenn sem vissulega eru túlkar „hins bezta í bandarískri
menningu", — í stað þess að stinga sér í músarholur þagnarinnar og auglýsa „hlutleysi"
sitt með fréttagreinum úr Time og Newsweek, eða, þegar hreystin er mest, með hníf-
jafnri skiptingu milli sjónarmiða Alsops og Lippmanns.
S.D.
Þóroddur Guðmundsson hefur þýtt kvæðið eftir Ivar Orgland sem birtist í
þessu hefti. Nafn hans féll niður fyrir misgáning.
6