Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 20
Tímarit Máls og menningar Áform mín voru þó öll á einn veg, að flytjast heim og vinna mitt starf hér, svo að annað kom vart til greina. Og voru nú aðstæður breyttar frá því þú komst áður heim frá námi? Ég held að afstaðan til rannsóknarstarfsemi á íslandi hafi mjög lítið breytzt þau ár sem ég var í Bandaríkjunum, þrátt fyrir hin djúptæku áhrif sem beizlun kjarnorkunnar hafði haft á afstöðu manna víða um heim. Á þess- um árum litu íslenzk stjórnarvöld á rannsóknarstarfsemi sem einskonar at- vinnubótavinnu. Við heimkomuna olli það mér vonbrigðum að finna, hve litlir möguleikar voru til að halda áfram rannsóknarstarfsemi, en ég ákvað að þrauka og vonaði að úr rættist. Hvenœr sástu þér fyrst fœrt að hefja skipulegar rannsóknir hér og hverj- ar voru þœr? Fyrst eftir heimkomuna vann ég nokkuð við mælingar á geislavirkum efn- um í bergi, en þær mælingar voru gerðar á vegum j arðhitadeildar Raforku- málaskrifstofunnar með tækjum, sem ég hafði smíðað mér í Bandaríkjunum. Fyrsta rannsóknarverkefnið var annars að kanna, hvort geislavirk efni kæmu upp með gosefnum í Heklugosinu. Því hafði verið haldið fram, að þarna væri hættulega mikið af geislavirkum efnum. Varð það til þess að ég lenti í æfintýralegu ferðalagi upp að Heklugíg, en ekki mældist þar meiri geislun en annars staðar. Eftir að ég tók til starfa hjá Rannsóknaráði gat ég unnið dálítið að rann- sóknum, einkum í sambandi við hugsanlega hagnýtingu náttúruauðæfa lands- ins. Þannig kannaði ég t. d. þaramagn á botni Breiðafj arðar, en aðalstarfið var á öðru sviði. Eitt af verkefnum mínum var að fylgjast með starfi er- lendra vísindaleiðangra, sem hingað komu. Þannig kynntist ég hollenzkum jarðfræðistúdent, Jan Hospers, sem safnaði bergsýnishornum til þess að gera á þeim segulmælingar. Fj öllin hér eru víðast hvar byggð upp af hraunlögum og lög þessi segulmagnast fyrir áhrif segulsviðs jarðar, en Hospers komst að þeirri óvæntu niðurstöðu að í mörgum af lögum þessum var segulmögn- unin öfug við stefnu jarðsviðsins. Þetta varð til þess að ég tók að stunda bergsegulmælingar af miklu kappi, ásamt þeirn prófessor Trausta Einarssyni og Ara Brynj ólfssyni, eðlisfræðingi. Um stöðuga og reglubundna rannsóknastarfsemi var ekki að ræða fyrr en með tilkomu segulmælingastöðvarinnar árið 1957. 10
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.