Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Síða 20
Tímarit Máls og menningar
Áform mín voru þó öll á einn veg, að flytjast heim og vinna mitt starf hér,
svo að annað kom vart til greina.
Og voru nú aðstæður breyttar frá því þú komst áður heim frá námi?
Ég held að afstaðan til rannsóknarstarfsemi á íslandi hafi mjög lítið
breytzt þau ár sem ég var í Bandaríkjunum, þrátt fyrir hin djúptæku áhrif
sem beizlun kjarnorkunnar hafði haft á afstöðu manna víða um heim. Á þess-
um árum litu íslenzk stjórnarvöld á rannsóknarstarfsemi sem einskonar at-
vinnubótavinnu. Við heimkomuna olli það mér vonbrigðum að finna, hve
litlir möguleikar voru til að halda áfram rannsóknarstarfsemi, en ég ákvað
að þrauka og vonaði að úr rættist.
Hvenœr sástu þér fyrst fœrt að hefja skipulegar rannsóknir hér og hverj-
ar voru þœr?
Fyrst eftir heimkomuna vann ég nokkuð við mælingar á geislavirkum efn-
um í bergi, en þær mælingar voru gerðar á vegum j arðhitadeildar Raforku-
málaskrifstofunnar með tækjum, sem ég hafði smíðað mér í Bandaríkjunum.
Fyrsta rannsóknarverkefnið var annars að kanna, hvort geislavirk efni
kæmu upp með gosefnum í Heklugosinu. Því hafði verið haldið fram, að
þarna væri hættulega mikið af geislavirkum efnum. Varð það til þess að ég
lenti í æfintýralegu ferðalagi upp að Heklugíg, en ekki mældist þar meiri
geislun en annars staðar.
Eftir að ég tók til starfa hjá Rannsóknaráði gat ég unnið dálítið að rann-
sóknum, einkum í sambandi við hugsanlega hagnýtingu náttúruauðæfa lands-
ins. Þannig kannaði ég t. d. þaramagn á botni Breiðafj arðar, en aðalstarfið
var á öðru sviði. Eitt af verkefnum mínum var að fylgjast með starfi er-
lendra vísindaleiðangra, sem hingað komu. Þannig kynntist ég hollenzkum
jarðfræðistúdent, Jan Hospers, sem safnaði bergsýnishornum til þess að gera
á þeim segulmælingar. Fj öllin hér eru víðast hvar byggð upp af hraunlögum
og lög þessi segulmagnast fyrir áhrif segulsviðs jarðar, en Hospers komst
að þeirri óvæntu niðurstöðu að í mörgum af lögum þessum var segulmögn-
unin öfug við stefnu jarðsviðsins.
Þetta varð til þess að ég tók að stunda bergsegulmælingar af miklu kappi,
ásamt þeirn prófessor Trausta Einarssyni og Ara Brynj ólfssyni, eðlisfræðingi.
Um stöðuga og reglubundna rannsóknastarfsemi var ekki að ræða fyrr en
með tilkomu segulmælingastöðvarinnar árið 1957.
10