Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 23
íslenzk vísindastarjsemi
steinn einnig komið á fót umfangsmiklum norðurljósarannsóknum með at-
hugunum víðsvegar um landið. Nýlega höfum við líka tekið í notkun tæki til
j ónosferurannsókna sem við rekum í samvinnu við ameríska aðila.
Undanfarið hefur nokkuð verið unnið að rannsóknum varðandi Surtseyjar-
gosið. Er þar um að ræða hitamælingar, segulmælingar og ísótópamælingar.
Er hœgt að halda uppi rannsóknum hér á landi sambœrilegum við það sem
gert er erlendis? Er nógu frjór jarðvegur, nægilega víðtœk vísindaleg starf-
semi og nógu margir vísindamenn í svipuðum greinum til þess að rannsóknir
geti borið árangur?
Þessum spurningum svara ég hiklaust játandi, enda hafa ýmis ágæt vísinda-
störf verið unnin hér á landi. Vitanlega verður slík starfsemi aldrei eins víð-
tæk hér eins og í fjölmennum löndum, en íslenzkir vísindamenn geta náð
góðum árangri, ef þeir beita sér að ákveðnum afmörkuðum viðfangsefnum,
ekki sízt ef það eru verkefni sem valin eru í samræmi við aðstæður. Einangr-
un á ekki að þurfa að standa vísindastarfsemi hér fyrir þrifum.
Hvaða skilyrði þurfa að vera til þess að vísindastarfsemi geti blómgazt hér,
og í hverju er þeim mest áfátt?
Fyrsta skilyrðið er náttúrlega að hafa á að skipa færum mönnum sem hafa
áhuga á starfi sínu og vilja eitthvað á sig leggja. Æskilegt er að um sé að
ræða einhvern hóp manna með svipuð áhugamál, enda þótt sumir vísinda-
menn kjósi að vinna einir.
Vissum ytri skilyrðum þarf að vera fullnægt. Starfsmenn vísindastofnana
þurfa að geta gengið að starfi sínu óskiptir og helgað því alla krafta sína.
A þessum vettvangi er oft lítið sem skilur á milli mistaka og árangurs og
mikið undir því komið að athyglin sé stöðugt vakandi. Einnig verður að sjá
vísindamönnum fyrir viðunandi vinnuaðstöðu, bæði hvað snertir tækjakost
og aðstoð við tímafrek rútínustörf. Tækjaþörfinni má þó stilla nokkuð í hóf
með skynsamlegu verkefnavali.
Það sem einkum skortir á hér á landi er almennur skilningur á því að vís-
indaleg starfsemi er ekki tómstundagaman, heldur verður að tryggja vísinda-
manninum nægan tíma og næði við störf sín. M. a. verður hann að vera það
vel launaður að hann þurfi ekki að eyða verulegum hluta orku sinnar í auka-
störf til að sjá fjölskyldu sinni farborða.
13