Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Page 26
Aurelio Mas
„Undrið“ í spænskri menningarbaráttu
(Bréj jrá Spáni, sent á laun þýzka blaðinu „Sonntag“)
Ráðgátan
í bók, sem kom út í París 1963,
„Arfsögnin um krossferð Frankós“,
segir höfundurinn, Herbert Rutledje
Southworth: Þótt furðulegt kunni að
virðast er ekkert land í Vesturevrópu
þar sem menntamenn geta beitt eins
mikið áhrifum sínum á stjórnmál, og
á Spáni. Þetta eru að vísu ýkjur en
fela þó í sér tvær staðreyndir: Á
Spáni geta menntamenn: vísinda-
menn, rithöfundar, listamenn, há-
skólakennarar, stúdentar og annað
upplýst fólk haft áhrif á stjórnmálin.
Hin staðreyndin er sú að þetta er
gert, og má hún heita furðuleg.
Furðulegt að menntamennirnir
mynda næstum samstæða andspyrnu
gegn einræði Frankós og, það sem
furðulegast er, að andspyrnunni hef-
ur tekizt að ganga opinberlega fram
fyrir skjöldu og rökræða við ráð-
herra einræðisherrans. í stuttu máli:
henni hefur smátt og smátt, þótt í
litlum mæli sé, tekizt að helga sér
löglega aðstöðu. Menntamennirnir
hafa til að mynda komizt upp með
það að styðja opinberlega námu-
mennina í Asturíu í verkfalli þeirra.
Á Spáni er nú með lögum leyft að
gefa út skáldsögur, kvæði og leikrit
og gera kvikmyndir þar sem lýðræð-
islegar hugsjónir eru túlkaðar. —
Hvernig stendur á að slíkt skuli vera
auðið? Hversvegna leyfir ritskoðun
Frankós að gefin séu út rit eftir
Miguel Hernández, Neruda, Alberti?
Hvernig getur það hugsazt að veitt
séu opinber verðlaun höfundum sem
í verkum sínum berjast fyrir frelsi
Spánar undan einræðisokinu? Þetta
er ráðgátan sem margir brjóta heil-
ann um og ráða á ýmsa vegu. Og við
athugun allra þessara fyrirbrigða
vaknar sú spurning hvemig samræma
megi slíkt umburðarlyndi yfirvald-
anna aftöku Julián Grimaus?
Y firvarp
Tilraun til að svara þessum spurn-
ingum krefst íhugunar á tveimur
skýringum sem hafðar hafa verið að
yfirvarpi í blöðum auðvaldssinna
alltaf þegar minnzt hefur verið á
vandamál Spánar. í fyrsta lagi á
þeirri skýringu að þetta sé vottur um
vaxandi frjálslyndi Frankóstjómar-
innar. Þessi skýring kemur frá vald-
16