Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Qupperneq 30
Tímarit Máls og menningar
uðum saman til háskólans í Madrid
til að berja á stúdentunum. Stúdent-
arnir svara með sömu mynt og særð-
ust menn í liði beggja. Einn falangisti
særðist hættulega af byssuskoti og
falangistar tilkynna að þeir muni
myrða 100 vinstrisinna í hefndar-
skyni. í þessum átökum má Frankó
horfa upp á það, að rektor háskólans,
Pedro Laín Entralgo og kennslu og
uppeldismálaráðherra, Ruiz Jiménez,
hallast á sveif með stúdentum. Þeir
eru sviptir embættum sínum, en sam-
tímis er líka Fernández Cuesta, full-
trúi falangista hjá ríkisstj órninni,
settur af. Nokkrir stúdentar eru hand-
teknir og lögsóttir. Verjandi þeirra
er Gil Robles málfærslumaður, og er
það enn eitt áfallið fyrir Frankó, því
að hann var formaður stjórnmála-
flokks eins lengst til hægri 1936. Að-
alákæruefnið er skotárásin á falang-
istastúdentinn og skammir um innan-
ríkisráðherrann sem kallaður var
nazisti. Gil Robles sýnir fram á, að
aðeins falangistar hafi getað verið
vopnaðir, þar sem þeir einir hafi leyfi
yfirvaldanna til vopnaburðar, og
samkvæmt þeirra eigin yfirlýsingu
ætluðu að beita vopnum gegn mennta-
mönnunum. Hann færir einnig sönn-
á það, að með því að kalla Blas Pér-
ez nazista sé ekki verið að móðga
hann, heldur segja frá þeirri stað-
reynd að hann hafi verið samverka-
maður Himmlers.
Frankó er ekki búinn að ná sér eft-
ir slaginn við menntamennina þegar
skella á ný verkföll, um vorið þetta
sama ár, í Navarra, Vizcaya, Guipúz-
coa og Barcelóna. Verkamennirnir
krefjast almennrar kauphækkunar, og
stjórnin verður loks að láta undan og
veita þeim hana. — Fyrsta undan-
haldið síðan 1939.
1957 endurnýjar Frankó stjórn
sína og hafnar í það sinn samvinnu
falangista, sem þá hóta að fara yfir í
raðir andstæðinga hans. Nýju ráð-
herrarnir eru ýmist fyrrverandi hers-
höfðingjar Frankós eða katólskir úr
borgarareglunni Opus Dei, sem við-
urkennd var af páfanum 1950. Þessir
rétttrúnaðarmenn hafa löngum haft
meiri áhuga á að ná fótfestu í stjórn-
málum en útbreiða boðskap Krists,
og mun þeirra síðar minnzt í sam-
bandi við „undrið“ í spænskri menn-
ingarbaráttu.
Þessi nýja stjórn stendur nú and-
spænis meiri hluta þjóðarinnar sem
krefst mannsæmandi launa og lýð-
ræðis, þjóðar sem virðist ákveðin í
að berjast til að ná þessum sjálf-
sögðu réttindum. Um allan Spán er
dreift flugritum sem hvetja til verk-
falla og annars mótþróa. Kjarninn í
kröfum fólksins er breyting á kosn-
ingafyrirkomulaginu. í stað þess að
fulltrúar verkalýðsfélaga falangista
hjá ríkisstj órninni séu allsráðandi
um kosningar verkamanna komi
raunhæfar kosningar með óskertum
kosningarétti verkalýðsins.
20