Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 33

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1965, Side 33
„Undrið“ í spœnskri menningarbaráttu til á sama tíma og blómaskeið hefst í bókmenntunum. Á Spáni hefur ný tegund bókmennta rutt sér til rúms, kjarni hennar er gagnrýni á Frankó- sinna og þær boða lýðræðislegar, og að sumu leyti sósíalskar, hugsjónir. Að þessum bókmenntum standa mörg ágæt skáld og rithöfundar, leikrita- og kvikmyndahöfundar, svo sem Jes- ús Fernández Santos, Armando Ló- pez Pacheco, Juan Goytisolo, Blas de Otero, Angel Gonzalez, Alfonso Sastre, Berlanga Diamante og margir margir fleiri. Að telja upp alla blaða- menn, gagnrýnendur, málara, leik- stjóra og fleiri sem styðja þessa menningarhreyfingu yrði alltof langt mál í þessari blaðagrein. í þessari vinstrisinnuðu fylkingu — öll andspyrna gegn Frankó, hversu væg sem hún er, verður að kallast vinstrisinnuð — eru nokkur afbrigði, sem til skilningsauka skal hér lýst að nokkru. f henni eru meðal annarra gamlir flokksmenn Frankós og for- ingjar flokka sem lengst stóðu til hægri (Ruiz Jeménez, Gil Robles, Di- onisio Ridruejo og margir fleiri). Þar eru einnig vísindamenn, rithöf- undar og listamenn, sem þangað til fyrir skömmu töldu sig ópólitíska og höfðu sitt eigið kreddukerfi, (meðal þeirra eru hinn þekkti spænski mið- aldafræðingur Ramón Menéndez Pi- dal, ljóðskáldið Vicente Aleixandre ofL). Þegar ég tala um vinstrisinnaða andspyrnu á ég líka við bókmenntir, pólitískar, þjóðfélagslegar og heim- spekilegar og einnig skáldsögur, leik- rit og kvikmyndir sem teljast mega frj álslyndar, að minnsta kosti í aug- um borgara lands, þar sem stétt léns- herra og konungssinna og kirkju er allsráðandi. Fylkingin hefur á stefnu- skrá sinni deilingu stórjarða, afnám einokunar og lýðræðislegt réttarfar. Það má til sanns vegar færa að hún, í mörgum tilfellum, aðhyllist marx- isma, raunar hikandi og gegn ásetn- ingi sínum, en það er önnur saga. José Luis Aranguren, katólskur pró- fessor við háskólann í Madrid rök- ræðir við marxista með marxískum röksemdum. Það þýðir að Arangur- en, sem þekkir marxisma aðeins eins og hann er skýrður og afskræmdur af katólsku kirkjunni, lærir að skilja marxískan húmanisma við það að beita aðferðum hans í gagnrýni á af- skræmingu hugsjóna hans. Dionisio Ridruejo er líka alltaf að endurskoða og breyta pólitískum skoðunum sín- um og reynir að forðast grundvallar- reglur marxismans, en það er árang- urslaust, þær skína alstaðar í gegn í rökum hans. Þetta eru engin eins- dæmi, en þau eru einkennandi fyrir spánverja, sem nú á tímum eru að reyna að átta sig á stjórnmálum og menningu. Til þess að sannfærast um þetta þarf ekki annað en blaða í mörgum menningartímaritum, jafn- vel þeim íhaldssömustu, til þess að 23
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.